433Sport

Erik Hamren: Stærsta áskorunin á mínum ferli

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 14:56

Erik Hamren ræddi við blaðamenn í höfuðstöðvum KSÍ í dag en hann hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari karlalandsliðsins.

Hamren kemur til landsins eftir stutta dvöl í Suður-Afríku en þar starfaði hann sem yfirmaður knattspyrnumála.

Hamren býr yfir mikilli reynslu en hann hefur þjálfað félagslið á borð við AIK, Örgryte, AaB og Rosenborg. Hann þjálfaði þá sænska landsliðið í sjö ár.

Hamren hlakkar til að takast á við nýtt verkefni og viðurkennir að þetta sé líklega stærsta áskorun ferilsins.

,,Það er gaman að vera kominn hingað og ég hlakka til að vinna með KSÍ, tæknilega teyminu og teyminu fyrir utan teymið, í kringum leikmenn, stuðningsmenn og þá sérstaklega Tólfuna og með ykkur, fjölmiðlum,“ sagði Hamren.

,,Ég hef verið þjálfari í meira en 35 ár, síðan 1994 í hæsta flokki í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Ég hef fengið margar áskoranir á þessum tíma en þetta gæti verið sú stærsta hingað til.“

,,Að vera partur af íslenska liðinu, að vera leiðtoginn og að reyna að komast á þriðja stórmótið í röð. Það eru stærri lið og stærri lönd sem hafa lent í erfiðleikum með að ná því en ég elska áskoranir og ég trú því að við getum þetta, við getum náð þessu.“

,,Fótboltaheimurinn hefur verið hrifinn af því sem er í gangi hérna, ég hef unnið í Suður-Afríku síðustu sjö mánuði og ég veit að allur fótboltaheimurinn er hrifinn af því hvað þetta lið hefur gert og afrekað. Frábært afrek, frábær úrslit og frábær ár.“

,,Það er búið að byggja allt til að taka næsta skref áfram. Þegar ég kem í nýtt starf eða nýtt lið er mikilvægt að ég breyti ekki öllu, bara af því bara. Það er mikilvægt að halda þeim hlutum sem eru að ganga mjög vel og ég mun gera það hér.“

,,Til þess að vera gott lið þá þarftu að vera góður á marga vegu en það mikilvægasta er viðhorf leikmanna og viðhorf íslensku leikmannana er frábært. Ef þú vilt komast á EM 2020 þá þarftu svona viðhorf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi sigursælasti leikmaður í sögu Barcelona – Ótrúlegt magn af titlum

Messi sigursælasti leikmaður í sögu Barcelona – Ótrúlegt magn af titlum
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu atvikið – Ótrúlegur Rooney hljóp alla leið til baka og lagði upp mark í blálokin

Sjáðu atvikið – Ótrúlegur Rooney hljóp alla leið til baka og lagði upp mark í blálokin
433Sport
Fyrir 4 dögum

Albert mögulega á leið til Tékklands

Albert mögulega á leið til Tékklands
433Sport
Fyrir 4 dögum

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg
433Sport
Fyrir 4 dögum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu
433Sport
Fyrir 6 dögum

Manchester United lagði Leicester í opnunarleiknum

Manchester United lagði Leicester í opnunarleiknum
433Sport
Fyrir 6 dögum

Einn sá besti telur að Liverpool verði Englandsmeistari

Einn sá besti telur að Liverpool verði Englandsmeistari