fbpx
433Sport

Chelsea staðfestir komu Kepa – Dýrasti markvörður sögunnar fær sjö ára samning

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 21:32

Chelsea hefur fest kaup á markverðinum Kepa Arrizabalaga en félagið staðfesti þetta nú rétt í þessu.

Kepa var fyrst orðaður við Chelsea í gær en hann er 23 ára gamall Spánverji og var á mála hjá Athletic Bilbao.

Kepa kemur til Chelsea á 71 milljón punda og er í kjölfarið orðinn dýrasti markvörður sögunnar.

Hann tekur við sem aðalmarkvörður Chelsea af Thibaut Courtois sem er á leið til Real Madrid.

Kepa var partur af landsliði Spánar á HM í sumar en hann skrifaði undir sjö ára samning við félagið.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 4 dögum

Ísland fékk sjö mörk á sig í Árbænum

Ísland fékk sjö mörk á sig í Árbænum
433Sport
Fyrir 5 dögum

Sjáðu atvikið: Þegar Aron Einar bombaði svo fast að Auðunn Blöndal datt í jörðina

Sjáðu atvikið: Þegar Aron Einar bombaði svo fast að Auðunn Blöndal datt í jörðina