fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Aron Einar spenntur fyrir komu Hamren: Við þurfum að halda í okkar gildi

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíinn Erik Hamren mun taka við íslenska karlalandsliðinu en hann verður kynntur til leiks á morgun.

Hamren er þekktastur fyrir það að hafa stýrt landsliði Svía í sjö ár en var síðast yfirmaður knattspyrnumála í Suður Afríku.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, ræddi við Bítið á Bylgjunni í dag um fyrirhugaða ráðningu Hamren.

Aron segist vera spenntur fyrir komandi tímum og líst honum nokkuð vel á að fá annan Svía inn eftir góðan árangur Lars Lagerback með liðið.

,,Ég þekki hann ekkert, ég verð að segja alveg eins og er. Ég átti ágætis spjall við Guðna fyrir nokkrum dögum þar við spjölluðum um hann,“ sagði Aron í Bítinu.

,,Hann var búinn að tala við hann og heyra af honum og það hljómar bara mjög vel. Fólk hefur skoðun á þjálfurum rétt eins og leikmönnum. Maður treystir KSÍ fyrir þessu og það verður fróðlegt að sjá og ég er bara spenntur fyrir þessu og að vinna með öðrum Svía.“

,,Við þurfum að halda í okkar gildi, það er á hreinu. Við vitum hvað við erum góðir í. Það verða einhverjar breytingar, einhverjir ungir peyjar koma inn í þetta og við þurfum að sýna hvað við höfum gert til að ná þessum árangri og með nýjum þjálfara og áherslum þá bætum við okkur kannski í einhverju sem við höfum ekki verið nógu góðir í.“

,,Við þurfum klárlega að halda í okkar gildi, þau hafa alltaf verið þau sömu. Við kunnum á þau, það verður fróðlegt að sjá hvernig nýr þjálfari nær að krydda upp á þetta. Við þurfum að halda í okkar gildi í því sem við erum góðir í, föstum leikatriðum, varnarsinnaðir og að sækja hratt. Það sem hann bætir við verður svo bara að koma í ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði