433Sport

Staðfesta að Erik Hamren taki við íslenska landsliðinu

Victor Pálsson
Mánudaginn 6. ágúst 2018 21:32

Erik Hamren verður nýr landsliðsþjálfari Íslands en þetta kemur fram í kvöld. Hamren hefur undanfarið starfað hjá liði Mamelodi Sundowns í Suður-Afríku.

Mamelodi staðfesti það á Twitter síðu sinni í kvöld að Hamren væri hættur hjá félaginu til þess að taka við íslenska landsliðinu.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti það á dögunum að viðræður við þann sænska Hamren hafi átt sér stað.

Hamren hefur starfað sem yfirmaður knattspyrnumála í Suður-Afríku en hann þjálfaði sænska landsliðið frá 2009 til 2016.

,,Mamelodi Sundowns staðfestir það að Erik Hamren hafi verið leystur undan samning svo hann geti tekið við sem landsliðsþjálfari Íslands sem tók þátt á HM í Rússlandi í sumar,“ kom fram í færslu félagsins.

Einnig er Hamren þakkað fyrir vel unnin störf hjá félaginu og óskar liðið honum góðs gengi í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi sigursælasti leikmaður í sögu Barcelona – Ótrúlegt magn af titlum

Messi sigursælasti leikmaður í sögu Barcelona – Ótrúlegt magn af titlum
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu atvikið – Ótrúlegur Rooney hljóp alla leið til baka og lagði upp mark í blálokin

Sjáðu atvikið – Ótrúlegur Rooney hljóp alla leið til baka og lagði upp mark í blálokin
433Sport
Fyrir 4 dögum

Albert mögulega á leið til Tékklands

Albert mögulega á leið til Tékklands
433Sport
Fyrir 4 dögum

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg
433Sport
Fyrir 4 dögum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu
433Sport
Fyrir 6 dögum

Manchester United lagði Leicester í opnunarleiknum

Manchester United lagði Leicester í opnunarleiknum
433Sport
Fyrir 6 dögum

Einn sá besti telur að Liverpool verði Englandsmeistari

Einn sá besti telur að Liverpool verði Englandsmeistari