433Sport

Hefur spilað átta leiki og unnið fjóra titla á einu ári

Victor Pálsson
Mánudaginn 6. ágúst 2018 14:00

Bakvörðurinn Benjamin Mendy hefur átt ansi skrautlega 12 mánuði en hann spilar með liði Manchester City á Englandi.

Mendy er einnig partur af landsliði Frakklands og var í hóp er liðið vann heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar.

Mendy var að glíma við erfið meiðsli hjá City á síðustu leiktíð eftir að hafa komið frá Monaco.

Mendy hefur undanfarna 12 mánuði aðeins spilað átta leiki en þrátt fyrir það hefur hann unnið fjóra titla!

Mendy hefur unnið þrjá titla með City eftir komu hans þangað, ensku úrvalsdeildina, deildarbikarinn og Samfélagsskjöldinn sem City tryggði sér í gær eftir 2-0 sigur á Chelsea.

Mendy var þá eins og áður sagði partur af franska landsliðinu á HM en var þó í varahlutverki er liðið tryggði sér bikarinn í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi sigursælasti leikmaður í sögu Barcelona – Ótrúlegt magn af titlum

Messi sigursælasti leikmaður í sögu Barcelona – Ótrúlegt magn af titlum
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu atvikið – Ótrúlegur Rooney hljóp alla leið til baka og lagði upp mark í blálokin

Sjáðu atvikið – Ótrúlegur Rooney hljóp alla leið til baka og lagði upp mark í blálokin
433Sport
Fyrir 4 dögum

Albert mögulega á leið til Tékklands

Albert mögulega á leið til Tékklands
433Sport
Fyrir 4 dögum

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg
433Sport
Fyrir 4 dögum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu
433Sport
Fyrir 6 dögum

Manchester United lagði Leicester í opnunarleiknum

Manchester United lagði Leicester í opnunarleiknum
433Sport
Fyrir 6 dögum

Einn sá besti telur að Liverpool verði Englandsmeistari

Einn sá besti telur að Liverpool verði Englandsmeistari