fbpx
433Sport

Umboðsmaður Pogba með sprengju á Twitter: Scholes gæti ráðlagt United að selja Pogba

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 08:30

Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, ákvað að birta athyglisverða Twitter-færslu í gær en hann tjáir sig þar um franska miðjumanninn.

Pogba hefur verið í umræðunni í sumar en hann er orðaður við brottför frá Manchester United. Barcelona er sagt hafa áhuga.

Margir hafa gagnrýnt Pogba síðustu daga og þá sérstaklega eftir 3-2 tap United gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Það eru fáir sem hafa gagnrýnt Pogba eins mikið og Paul Scholes, fyrrum miðjumaður United, sem vinnur nú fyrir BT Sport.

Raiola setti fram Twitter-færslu í gær þar sem hann hvetur Scholes til þess að gerast yfirmaður knattspyrnumála hjá United.

Raiola telur að Scholes gæti sannfært Ed Woodward, stjórnarformann United, um að selja Pogba fyrst hann er ekki að standa undir væntingum.

Ítalinn greinir einnig frá því að það yrði alls ekki erfitt að selja leikmanninn og segir að það myndi ekki kosta hann svefn á næturnar.

Scholes gagnrýndi Pogba í gær og sagði hann ekki vera leikmanninn til að leiða lið United. Raiola ákvað einnig að svara þeim ummælum Scholes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Plús og mínus – Geislar af honum sjálfstraustið

Plús og mínus – Geislar af honum sjálfstraustið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gummi Ben birti frábæra mynd af syninum – ,,Þessir mættust í dag, annar þeirra skoraði“

Gummi Ben birti frábæra mynd af syninum – ,,Þessir mættust í dag, annar þeirra skoraði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þórarinn Ingi: Ég hefði þrullað honum einhvert niður í Laugardal

Þórarinn Ingi: Ég hefði þrullað honum einhvert niður í Laugardal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þjóðin horfði á úrslitaleikinn – ,,Hann kláraði þessa dollu“

Þjóðin horfði á úrslitaleikinn – ,,Hann kláraði þessa dollu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

,,Besti vinur minn úr grunnskóla er heróínfíkill. Þetta eru erfiðar aðstæður að alast upp í“

,,Besti vinur minn úr grunnskóla er heróínfíkill. Þetta eru erfiðar aðstæður að alast upp í“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Byrjunarliðin í bikarúrslitaleiknum – Blikar fara í þriggja manna vörn

Byrjunarliðin í bikarúrslitaleiknum – Blikar fara í þriggja manna vörn
433Sport
Fyrir 4 dögum

Fyrrum framherji Englands sá versti sem hann spilaði með – ,,Vildi ekki vera nálægt honum“

Fyrrum framherji Englands sá versti sem hann spilaði með – ,,Vildi ekki vera nálægt honum“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Fyrrum framherji Chelsea bálreiður og hraunar yfir konur – ,,Við getum ekki fætt barn og þið getið ekki spilað fótbolta“

Fyrrum framherji Chelsea bálreiður og hraunar yfir konur – ,,Við getum ekki fætt barn og þið getið ekki spilað fótbolta“