fbpx
433Sport

Mourinho segist aðeins hafa sektað einn leikmann síðan hann kom

Victor Pálsson
Föstudaginn 17. ágúst 2018 17:26

Paul Pogba, leikmaður Manchester United, lét athyglisverð ummæli falla á dögunum.

,,Það eru hlutir sem ég get sagt og hlutir sem ég get ekki sagt, annars verð ég sektaður af félaginu,“ sagði Pogba.

Frakkinn er sagður ósáttur undir stjórn Jose Mourinho en passar sig á því hvað hann segir í fjölmiðlum.

Mourinho var spurður út í þessi ummæli í dag en hann segir að það sé ekki auðvelt að fá sekt hjá félaginu.

,,Ég hef verið hérna í tvö ár og nokkra mánuði og eini leikmaðurinn sem hefur verið sektaður er Anthony Martial svo það er ekki auðvelt að fá sekt hér,“ sagði Mourinho.

Martial var sektaður fyrr í sumar er hann mætti of seint til æfinga eftir að hafa verið viðstaddur fæðingu sonar síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 3 dögum

Valur skoraði fjögur á tíu mínútum og vann magnaðan sigur – Pedersen markahæstur

Valur skoraði fjögur á tíu mínútum og vann magnaðan sigur – Pedersen markahæstur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Plús og mínus – ,,Skil það vel að hann hafi brjálast“

Plús og mínus – ,,Skil það vel að hann hafi brjálast“
433Sport
Fyrir 3 dögum

,,Biluð frammistaða frá 43 ára gömlum leikmanni“

,,Biluð frammistaða frá 43 ára gömlum leikmanni“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Einkunnir úr úrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks – Markmennirnir frábærir

Einkunnir úr úrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks – Markmennirnir frábærir