433Sport

Breiðablik bikarmeistari 2018

Victor Pálsson
Föstudaginn 17. ágúst 2018 21:09

Stjarnan 1-2 Breiðablik
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir(18′)
0-2 Guðrún Arnardóttir(36′)
1-2 Telma Hjaltalín Þrastardóttir(87′)

Breiðablik er bikarmeistari kvenna þetta árið en liðið mætti Stjörnunni í úrslitum á Laugardalsvelli í kvöld.

Sama viðureign fer fram í kvenna og karlaflokki en Stjarnan og Breiðablik mætast einnig í úrslitum karla þann 15. september næstkomandi.

Blikar byrjuðu leik kvöldsins vel en Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir mistök í vörn Stjörnunnar.

Guðrún Arnardóttir bætti svo við öðru marki fyrir Blika fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi, 2-0.

Telma Hjaltalín Þrastardóttir lagaði stöðuna fyrir Stjörnuna undir lok leiksins en það dugði ekki til og Blikar því bikarmeistarar 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu mörkin: Brynjólfur og Andri Guðjohnsen skoruðu gegn Tyrklandi

Sjáðu mörkin: Brynjólfur og Andri Guðjohnsen skoruðu gegn Tyrklandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Páll fékk sér samloku og Atla var ekki skemmt: ,,Með bumbuna hangandi yfir buxnastrenginn“

Páll fékk sér samloku og Atla var ekki skemmt: ,,Með bumbuna hangandi yfir buxnastrenginn“
433Sport
Í gær

Kante tók betri ákvörðun en Sanchez, Ronaldo, Messi og fleiri – Neitaði að vera partur af svindli og vildi fá ‘venjuleg laun’

Kante tók betri ákvörðun en Sanchez, Ronaldo, Messi og fleiri – Neitaði að vera partur af svindli og vildi fá ‘venjuleg laun’
433Sport
Í gær

Leikmennirnir sem gætu bjargað Mourinho – Sjáðu hverjir þeir eru og hvað þeir kosta

Leikmennirnir sem gætu bjargað Mourinho – Sjáðu hverjir þeir eru og hvað þeir kosta
433Sport
Fyrir 2 dögum

Geggjaður Gylfi í liði ársins

Geggjaður Gylfi í liði ársins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strippbúlluhneyksli KSÍ: Rukkað fyrir kampavín og klám – ,,Ég drekk ekki einu sinni kampavín“

Strippbúlluhneyksli KSÍ: Rukkað fyrir kampavín og klám – ,,Ég drekk ekki einu sinni kampavín“