fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Ótrúleg endurkoma Zenit í Evrópudeildinni – Sú stærsta í 33 ár

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 20:20

Úr leik hjá Zenit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var boðið upp á ótrúlega endurkomu í Evrópudeildinni í kvöld er Zenit frá Rússlandi mætti Dinamo Minsk frá Hvíta-Rússlandi.

Zenit er mun sterkara lið á blaði en Dinamo vann fyrri leik liðanna mjög óvænt heima með fjórum mörkum gegn engu.

Zenit var því í mjög erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í kvöld en eins og oft áður í boltanum má aldrei segja aldrei.

Zenit gerði fjögur mörk í venjulegum leiktíma og tryggði framlengingu en Artem Dzyuba, landsliðsframherji Rússa, gerði tvö þeirra.

Dinamo svaraði fyrir sig í framlengingunni og komst yfir og var því á leið áfram á mörkum skoruðum á útivelli.

Zenit skoraði hins vegar fjögur mörk á aðeins 11 mínútum í síðari hálfleik framlengingarinnar og vann leikinn 8-1!

Þetta er stærsta endurkoma Evrópudeildarinnar í 33 ár og því um ótrúleg úrslit að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum