433Sport

Albert mögulega á leið til Tékklands

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. ágúst 2018 20:17

Albert Guðmundsson, leikmaður PSV Eindhoven, gæti verið á förum frá félaginu í sumar.

Hollenskir miðlar greina frá því í kvöld að Albert sé á óskalista Slavia Prague sem er eitt stærsta lið Tékklands.

Samkvæmt fréttum er Albert fáanlegur fyrir rúmlega eina milljón evra en hann var ekki í leikmannahópi liðsins gegn Utrecht í gær.

Albert hafnaði samningstilboði PSV í júní en hann vill fá meiri spilatíma en hann fékk á síðustu leiktíð.

Albert hefur vakið athygli annarra liða en hann var frábær fyrir varalið PSV, Jong PSV sem spilar í næst efstu deild.

Talið er ólíklegt að Albert verði lánaður til annars liðs og gæti hann því verið á förum endanlega í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Það sem þjóðin hafði að segja yfir landsleiknum – ,,Af hverju fær hann pening fyrir að spila fótbolta?“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir landsleiknum – ,,Af hverju fær hann pening fyrir að spila fótbolta?“
433Sport
Í gær

Plús og mínus úr landsleiknum – ,,Á það að kallast ásættanlegt?“

Plús og mínus úr landsleiknum – ,,Á það að kallast ásættanlegt?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hraunaði reglulega yfir Neville á æfingasvæðinu – ,,Hann kom hræðilega fram við mig“

Hraunaði reglulega yfir Neville á æfingasvæðinu – ,,Hann kom hræðilega fram við mig“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Byrjunarlið Belgíu gegn Íslandi – Hazard bræður byrja

Byrjunarlið Belgíu gegn Íslandi – Hazard bræður byrja