433Sport

Þórarinn tekur íslenska stuðningsmenn til bæna: „Alveg átakanlega íslenskt að hatast við hann“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. júlí 2018 09:29

Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður og pistlahöfundur Fréttablaðsins, tekur Íslendinga til bæna í bakþönkum Fréttablaðsins í dag. Þar tekur hann íslenska stuðningsmenn til bæna, meðal annars fyrir að hatast út í Cristiano Ronaldo.

Þórarinn viðurkennir í pistlinum að njóta þeira lífsgæða að hafa hvorki áhuga né vit á knattspyrnu en þeim mun meiri áhuga á mannlegu eðli.

„Hef þess vegna staldrað sérstaklega við tilfinningahitann, hatur og ást fólks á mönnum sem það þekkir ekki neitt í kringum HM. Sýnist þessi Rónaldó og Messi helst hafa unnið sér það til óhelgi að vera milljón sinnum betri í fótbolta en „strákarnir okkar“,“ segir Þórarinn.

Hann segir að „formælingarnar og fúkyrðin“ sem hafa dunið á Rónaldó séu sérlega áhugaverð. Hann fái ekki betur séð en að Ronaldo sé ótrúlega hæfileikaríkur, einbeittur og einarður. Þórarinn snýr sér svo að íslenskum stuðningsmönnum:

„Alveg átakanlega íslenskt að hatast við hann fyrir að vera góður með sig og að hafa dirfst að gera lítið úr heilögu strákunum okkar á EM. Í HM-fárinu hef ég tekið eftir að Íslendingar eru aldrei yfir það hafnir að gera lítið úr fólki sem skyggir á þá með yfirburða hæfileikum.“

Þórarinn, sem hefur aldrei verið þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum, vísar svo í orð ömmu sinnar sem sagði honum fyrir margt löngu að það væri ekkert að því að sýna hroka ef fólk getur staðið undir honum. „…og mér sýnist Rónaldó hafa full efni á að sýna hroka og yfirleiti. Hann er góður í sínu sporti. Á heimsmælikvarða.“

Þórarinn segir að nú sé ekkert annað að gera en að halda með Englandi. „Hrokafull þjóð, þótt deila megi um innistæðuna. England mun samt leggja fulltrúa einnar jafnleiðinlegustu þjóðar heims, Svía, á laugardaginn og Svíar geta sjálfum sér um kennt,“ segir Þórarinn sem botnar ekkert í því að Zlatan Ibrahimovic hafi verið skilinn eftir heima.

„Hroki Zlatans er svo tær og réttmætur að meira að segja anti-sportisti eins og ég getur ekki annað en hrifist með. Hann er maður þeirrar sjaldgæfu gerðar að hann er búinn að vinna áður en hann reimar á sig takkaskóna. Ágætt að Svíar eru kjánar. Áfram England!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Poyet hraunaði yfir stjórn félagsins eftir sölu á framherja – Settur í bann og framhaldið óljóst

Poyet hraunaði yfir stjórn félagsins eftir sölu á framherja – Settur í bann og framhaldið óljóst
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho segist aðeins hafa sektað einn leikmann síðan hann kom

Mourinho segist aðeins hafa sektað einn leikmann síðan hann kom
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu ótrúlegan mun – Dýrasta lið 2016 gegn dýrasta liðinu 2018

Sjáðu ótrúlegan mun – Dýrasta lið 2016 gegn dýrasta liðinu 2018
433Sport
Fyrir 4 dögum

Gríðarleg mismunum – Kvennaliðin látin vinna á leikjum karlaliðanna

Gríðarleg mismunum – Kvennaliðin látin vinna á leikjum karlaliðanna
433Sport
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndirnar – Nýi Meistaradeildarboltinn fær mikið lof

Sjáðu myndirnar – Nýi Meistaradeildarboltinn fær mikið lof
433Sport
Fyrir 5 dögum

Ramos svarar Klopp fullum hálsi: Hann þekkir það að tapa úrslitaleikjum

Ramos svarar Klopp fullum hálsi: Hann þekkir það að tapa úrslitaleikjum
433Sport
Fyrir 6 dögum

Enn eitt áfallið fyrir spænska landsliðið

Enn eitt áfallið fyrir spænska landsliðið
433Sport
Fyrir 6 dögum

Tottenham spilar ekki á nýja vellinum strax – Munu nota Wembley

Tottenham spilar ekki á nýja vellinum strax – Munu nota Wembley