fbpx
433Sport

Theodór Elmar ósáttur – „Hvaða týpur eru að krefja RÚV um afsökunarbeiðni“

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 14:15

Eins og við greindum frá í gær hafa margir gagnrýnt Rúv fyrir að spila þemalagið úr sjónvarpsþáttunum Narco eftir að ljóst var að Kólumbía kæmist ekki áfram á HM. Þættirnir fjalla um eiturlyfjabaróninn og hryðjuverkamanninn Pablo Escobar sem drap ótal landa sína en þarna töldu margir Rúv vera að móðga kólumbísku þjóðina.

Eins og áður segir fór lagavalið misjafnlega í þjóna en í morgun steig landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason fram og tjáði sig um málið í færslu á Twitter. Hann spyr sig hvaða týpur það eru sem krefja Rúv um afsökunarbeiðni. „Sennilega ekki fyrstu manneskjurnar sem ég myndi taka með mér á eyðieyju,“ skrifar Theodór.

Pétur Orri Lóluson vakti fyrstur athygli á málinu innan Facebook-hópsins Fjölmiðlanördar og sagði þetta rakið tillitsleysi við Kólumbíumenn. „Hvað gengur RÚV til með að spila Narcosþemalagið fyrir Kólumbíu eftir leik? Kólumbísk unnusta vinar míns er brjáluð sem dæmi og finnst þetta rakið tillitsleysi við kólumbískan almenning sem hefur sem þjóð heldur betur þurft að þjást út af svona narcos glæpamönnum,“ sagði Pétur Orri.

Pétur var ekki sá eini sem undraðist vinnubrögð Rúv en málið var töluvert til umræðu á Twitter eins og sjá má hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 3 dögum

Eiður Smári sest á skólabekk

Eiður Smári sest á skólabekk
433Sport
Fyrir 3 dögum

Var boðið að fá rokkstjörnu meðferð en hafnaði því og vildi bara vera eins og hinir

Var boðið að fá rokkstjörnu meðferð en hafnaði því og vildi bara vera eins og hinir
433Sport
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir kynþáttaníði, keyrði fullur og pissaði í lögreglubílnum – Allt sama kvöldið

Varð fyrir kynþáttaníði, keyrði fullur og pissaði í lögreglubílnum – Allt sama kvöldið
433Sport
Fyrir 5 dögum

Segir að landsliðsmenn séu farnir að vera hræddir – ,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott“

Segir að landsliðsmenn séu farnir að vera hræddir – ,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott“
433Sport
Fyrir 6 dögum

13 leikja martröð landsliðsins þar sem vörnin lekur og sóknarleikurinn virkar ekki

13 leikja martröð landsliðsins þar sem vörnin lekur og sóknarleikurinn virkar ekki
433Sport
Fyrir 6 dögum

Hamren er með nálgun sem við Íslendingar þekkjum lítið

Hamren er með nálgun sem við Íslendingar þekkjum lítið