fbpx
433Sport

Kári Árna ekki með Víkingum í sumar – Á leið í atvinnumennsku

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. júlí 2018 16:14

Ljósmynd: DV/Hanna

Kári Árnason mun ekki leika með liði Víkings R. í Pepsi-deild karla í sumar en hann er á leið í atvinnumennsku.

Kári samdi við Víking fyrir HM í sumar en athygli vekur að hann hefur ekkert komið við sögu eftir að mótinu lauk.

Víkingur staðfesti það fyrir leik gegn Val í dag að Kári væri á förum.

Tilkynning Víkings vegna Kára:

Knattspyrnudeild Víkings hefur veitt tyrknesku félagi heimild til að semja við Kára Árnason leikmann Víkings.

Víkingur og Kári höfðu komist að samkomulagi um að leikmaðurinn myndi leika með félaginu í Pepsí-deildinni í sumar en jafnframt var samkomulag milli aðila um að ef Kára byðist tækifæri í atvinnumennsku þá hefði hann heimild til að skoða það.

Tækifærið sem nú býðst Kára kom óvænt upp á síðustu dögum og var endanlega gengið frá samkomulagi í morgun um að Kári færi til Tyrklands.

Það hefur frá upphafi verið stefna bæði Kára og Víkings að hann myndi spila með félaginu í sumar og einungis smávægileg meiðsli sem hafa komið í veg fyrir að svo hafi getað orðið.
Það tækifæri sem Kára hefur nú boðist gefur honum tök á að framlengja atvinnumannaferil sinn um eitt ár áður en hann snýr til Íslands á ný.

Samkomulag er milli Víkings og Kára um að þegar hann snýr til baka frá Tyrklandi næsta vor þá muni hann leika fyrir Víking eins og til hafði staðið að hann myndi gera í sumar.

Víkingur þakkar Kára þann hlýhug sem hann hefur sýnt félaginu á liðnm mánuðum og óskar honum velgengni í því verkefni sem hann tekur sér nú fyrir hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“
433Sport
Fyrir 2 dögum

,,Ég vona að þú fáir hvítblæði og að þér verði nauðgað til dauða“

,,Ég vona að þú fáir hvítblæði og að þér verði nauðgað til dauða“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir kynþáttaníði, keyrði fullur og pissaði í lögreglubílnum – Allt sama kvöldið

Varð fyrir kynþáttaníði, keyrði fullur og pissaði í lögreglubílnum – Allt sama kvöldið
433Sport
Fyrir 3 dögum

Segir að landsliðsmenn séu farnir að vera hræddir – ,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott“

Segir að landsliðsmenn séu farnir að vera hræddir – ,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Messi heldur risastórt kynlífspartý fyrir lesbíur

Messi heldur risastórt kynlífspartý fyrir lesbíur
433Sport
Fyrir 4 dögum

Þessir leikmenn landsliðsins eru í öðrum gæðaflokki að mati Gumma Ben – ,,Truflar mig ekki neitt þegar sonurinn spilar“

Þessir leikmenn landsliðsins eru í öðrum gæðaflokki að mati Gumma Ben – ,,Truflar mig ekki neitt þegar sonurinn spilar“
433Sport
Fyrir 5 dögum

Það sem þjóðin hafði að segja um leikinn gegn Sviss – ,,Ef einhver á skilið að falla þá er það þetta sænska rusl“

Það sem þjóðin hafði að segja um leikinn gegn Sviss – ,,Ef einhver á skilið að falla þá er það þetta sænska rusl“
433Sport
Fyrir 5 dögum

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“