fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
433Sport

Hrósar Jóa Berg í hástert – ,,Enn eina ferðina sýnir hann gæðin sín“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. júlí 2018 15:23

Sean Dyche, stjóri Burnley, talar gríðarlega vel um vængmanninn Jóhann Berg Guðmundsson.

Jói Berg sneri aftur til æfinga hjá Burnley á dögunum og skoraði í æfingaleik gegn Macclesfield á föstudag.

Dyche var mjög hrifinn af frammistöðu okkar manns sem spilaði auðvitað á HM í sumar.

,,Hann leit ótrúlega vel út. Hann þarf bara aðeins að ‘fylla á toppinn’ og slípa sig til,“ sagði Dyche.

,,Við vorum að passa okkur á föstudaginn og vorum skynsamir því hann var að snúa aftur í þessari viku en hann leit vel út og sýndi gæðin sín enn eina ferðina.“

Jói fékk ekki langan tíma í frí eftir HM og var Dyche spurður út í hvort það myndi hafa áhrif í vetur.

,,Hver veit? Það er mikið talað um það en ég held að á einu tímabili þá spilaði Frank Lampard 66 leiki og lék í Meistaradeildinni og hann leit ágætlega.“

,,Það er hægt að fylla hausinn á fólki af alls konar hlutum þegar þau þurfa ekki á því að halda. Hann er að þróast í mjög góðan leikmann og veit hvernig á að sjá um sjálfan sig.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Heimir er mættur til Katar – Er að taka við liði

Sjáðu myndina: Heimir er mættur til Katar – Er að taka við liði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur nálægt því að komast til Manchester – Tók heimskulega ákvörðun

Þorvaldur nálægt því að komast til Manchester – Tók heimskulega ákvörðun
433Sport
Fyrir 3 dögum

Chelsea fyrsta liðið til að sigra Manchester City – Liverpool á toppnum

Chelsea fyrsta liðið til að sigra Manchester City – Liverpool á toppnum
433Sport
Fyrir 3 dögum

Manchester United skoraði fjögur – Torreira hetjan á Emirates

Manchester United skoraði fjögur – Torreira hetjan á Emirates