fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
433Sport

Neymar opnar sig um mál sem allir töluðu um – ,,Haldið þið að þetta sé gaman?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. júlí 2018 21:00

Neymar, leikmaður Brasilíu, hefur nú opnað sig varðandi ásakanir um að hann sé duglegur að henda sér í grasið til að reyna að blekkja dómarann í leikjum.

Mikið grín hefur verið gert af Neymar í sumar eftir HM í Rússlandi þar sem hann eyddi miklum tíma í grasinu.

Brasilíumaðurinn lætur þetta ekki fara í taugarnar á sér og hefur sjálfur gert grín að þessu á Instagram.

,,Ég hef séð brandarana en ég tek þeim vel. Í gær setti ég inn myndband á Instagram þar sem ég gerði grín að þessu með börnum,“ sagði Neymar.

,,Minn leikstíll snýst um að rekja boltann og fara á andstæðinginn. Ég get ekki staðið fyrir framan hann og sagt ‘Fyrirgefðu vinur, geturðu afsakað mig, ég þarf að skora mark’.

,,Ég get ekki gert það, ég þarf að komast framhjá honum. Ég þarf að reyna að gera eitthvað sem hleypir mér framhjá honum og hann reynir að brjóta á mér.“

,,Oft þá er ég fljótari og léttari en aðrir leikmenn og þeir þurfa að brjóta og dómarinn er þarna vegna þess.“

,,Heldur þú að það sé gaman að vera alltaf tæklaður? Nei, það er ekki gaman og það er sársaukafullt. Eftir leiki sit ég eftir með ís á löppinni á mér í fjóra til fimm tíma.“

,,Það er erfitt að útskýra þetta en ef þú hefur ekki upplifað það þá er ekki hægt að skilja mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Heimir er mættur til Katar – Er að taka við liði

Sjáðu myndina: Heimir er mættur til Katar – Er að taka við liði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur nálægt því að komast til Manchester – Tók heimskulega ákvörðun

Þorvaldur nálægt því að komast til Manchester – Tók heimskulega ákvörðun
433Sport
Fyrir 3 dögum

Chelsea fyrsta liðið til að sigra Manchester City – Liverpool á toppnum

Chelsea fyrsta liðið til að sigra Manchester City – Liverpool á toppnum
433Sport
Fyrir 3 dögum

Manchester United skoraði fjögur – Torreira hetjan á Emirates

Manchester United skoraði fjögur – Torreira hetjan á Emirates