433Sport

Þjálfari Rosenborg rekinn eftir sigurinn á Val

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 16:47

Rosenborg tryggði sér sæti í næstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar í gær er liðið mætti Val.

Rosenborg hafði betur í einvíginu samanlagt 3-2 en leik gærdagsins lauk með 3-1 sigri norska liðsins eftir 1-0 sigur Vals hér heima.

Rosenborg mætir Celtic í næstu umferð en Kåre Ingebrigtsen mun ekki stýra liðinu í þeim leikjum.

Rosenborg hefur ákveðið að reka Ingebrigtsen þrátt fyrir sigur á Val en liðið staðfesti þær fregnir í dag.

Ingebrigtsen hefur verið þjálfari Rosenborg undanfarin fjögur ár en hann var einnig leikmaður liðsins á sínum tíma.

Rosenborg þótti ekki sannfærandi í leikjunum tveimur gegn Val og hefur stjórn félagsins ákveðið að breyta til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Reyndi að fela þá staðreynd að hann væri sonur Ronaldinho

Reyndi að fela þá staðreynd að hann væri sonur Ronaldinho
433Sport
Fyrir 2 dögum

,,Keyptu mig ef þú vilt vinna titla“

,,Keyptu mig ef þú vilt vinna titla“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Segir United hafa losað sig við leikmann sem er ‘betri en Vardy’

Segir United hafa losað sig við leikmann sem er ‘betri en Vardy’
433Sport
Fyrir 3 dögum

Samband Pogba og Mourinho sagt vera í molum – Allt í gegnum umboðsmanninn

Samband Pogba og Mourinho sagt vera í molum – Allt í gegnum umboðsmanninn
433Sport
Fyrir 5 dögum

Albert Guðmundsson til AZ Alkmaar

Albert Guðmundsson til AZ Alkmaar
433Sport
Fyrir 5 dögum

Aðeins einn leikmaður sem gat tekið við af Gerrard

Aðeins einn leikmaður sem gat tekið við af Gerrard
433Sport
Fyrir 6 dögum

Wilshere: Wenger var rekinn frá Arsenal

Wilshere: Wenger var rekinn frá Arsenal
433Sport
Fyrir 6 dögum

Sjáðu atvikið – Ótrúlegur Rooney hljóp alla leið til baka og lagði upp mark í blálokin

Sjáðu atvikið – Ótrúlegur Rooney hljóp alla leið til baka og lagði upp mark í blálokin