fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
433Sport

ÓIi Jó hundfúll: Hann dæmdi okkur úr þessari keppni – Hefur ekki dæmt leik í marga mánuði

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 21:08

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var hundfúll í kvöld eftir 3-1 tap liðsins gegn Rosenborg frá Noregi í Meistaradeildinni.

Valsmenn voru á leið áfram í keppninni er Rosenborg fékk sitt annað ódýra víti í leiknum í uppbótartíma og úr því skoraði Nicklas Bendtner.

Ólafur ræddi við blaðamann fótbolta.net sem staddur er í Noregi eftir leik og var að vonum alls ekki ánægður með dómarann í kvöld sem er frá Búlgaríu.

,,Þetta er hrikalega svekkjandi. Við vorum búnir að spila ágætis leik,“ sagði Ólafur í samtali við fótbolta.net eftir leik.

,,Vítið sem við fáum á okkur er algjört bull, bæði tvö, pottþétt. Ég veit ekki með vítið sem við fáum, sumir segja að hann hafi skallað hann í hendina en mínir menn segja að fyrri tvö vítin hafi verið djók.“

,,Við erum að spila í Meistaradeildinni og það er ekki betri dómari en þetta. Einhver talaði um að þessi dómari hafi ekki dæmt leik í marga mánuði því deildin þar er ekki í gangi.“

,,Stærri liðunum er hjálpað, þau fá meira með sér, það er oft þannig og mér fannst það vera þannig í þessu tilfelli. Að hann hafi dæmt okkur út úr þessari keppni í stöðunni 2-1 þá dæmdi hann okkur úr keppninni á síðustu mínútunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Missti sjónina en upplifði magnaða stund í gær – ,,Fallegi leikurinn er fyrir okkur öll“

Missti sjónina en upplifði magnaða stund í gær – ,,Fallegi leikurinn er fyrir okkur öll“
433Sport
Í gær

Hörður og Arnór fá gríðarlega erfitt verkefni – Ná þeir Evrópudeildarsæti?

Hörður og Arnór fá gríðarlega erfitt verkefni – Ná þeir Evrópudeildarsæti?
433Sport
Í gær

Sheikh Khalifa hefur mikla trú á Heimi: Lofar fjármunum og ætlar að gera allt til þess að styðja hann

Sheikh Khalifa hefur mikla trú á Heimi: Lofar fjármunum og ætlar að gera allt til þess að styðja hann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári veit hverjum Liverpool á að þakka: 2018 útgáfan af 2005

Eiður Smári veit hverjum Liverpool á að þakka: 2018 útgáfan af 2005
433Sport
Fyrir 2 dögum

Byrjunarlið Liverpool og Napoli: Matip byrjar

Byrjunarlið Liverpool og Napoli: Matip byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar: Rooney var heiðursgestur Donald Trump

Sjáðu myndirnar: Rooney var heiðursgestur Donald Trump
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu nýtt húðflúr Neves – Hann elskar félagið sitt

Sjáðu nýtt húðflúr Neves – Hann elskar félagið sitt
433Sport
Fyrir 3 dögum

Heimir missti af spennandi verkefni: ,,Smá svekkelsi að missa það starf“

Heimir missti af spennandi verkefni: ,,Smá svekkelsi að missa það starf“