fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
433Sport

Íslenskur atvinnumaður gagnrýnir Óla Jó – Sakaði dómarann um að hafa þegið mútur

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 20:08

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, varð öskuillur á hliðarlínunni í kvöld eftir leik Vals við Rosenborg í Noregi.

Rosenborg sigraði Val 3-1 í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar og fer samanlagt áfram, 3-2.

Markið sem tryggði Rosenborg áfram kom á 93. mínútu leiksins en Nicklas Bendtner skoraði þá eftir að mjög umdeild vítaspyrna hafði verið dæmd.

Óli missti sig þá aðeins á hliðarlínunni og virtist ásaka dómara leiksins um að hafa tekið við mútum.

Óli vakti athygli fyrr á árinu er hann greindi frá því að samið hafi verið um úrslit í leik Víkings og Völsungs árið 2013 og úr því varð mikil umræða.

Aron Elís Þrándarson, leikmaður Aalesund og fyrrum leikmaður Víkings, birti myndband af atviki kvöldsins á Twitter síðu sína.

Þar má sjá látbragð Óla eftir mark Rosenborg og segir Aron að þjálfarinn þurfi að sýna meiri þroska.

Atvikið má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Arsenal tapaði loksins leik – Tæpt hjá Chelsea

Arsenal tapaði loksins leik – Tæpt hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Elmar ræðir leikinn sem enginn vill muna eftir: Ég hef aldrei upplifað þetta áður

Elmar ræðir leikinn sem enginn vill muna eftir: Ég hef aldrei upplifað þetta áður
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu atvikið: Dómarinn þurfti að stöðva leikinn – Köstuðu snjóboltum í línuvörðinn

Sjáðu atvikið: Dómarinn þurfti að stöðva leikinn – Köstuðu snjóboltum í línuvörðinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elmar fékk að heyra það á æfingum: Ef þú gerir þetta aftur þá drep ég þig

Elmar fékk að heyra það á æfingum: Ef þú gerir þetta aftur þá drep ég þig
433Sport
Fyrir 3 dögum

Theodór Elmar staðfestir viðræður við tvö lið

Theodór Elmar staðfestir viðræður við tvö lið
433Sport
Fyrir 3 dögum

Réðst á liðsfélaga sinn með golfkylfu: Hann hefði átt að hugsa sig tvisvar um

Réðst á liðsfélaga sinn með golfkylfu: Hann hefði átt að hugsa sig tvisvar um