fbpx
433Sport

Heimir: Ég vil skilja í eins mikilli sátt og hægt er

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 11:46

Heimir Hallgrímsson er hættur með íslenska karlalandsliðið en hann staðfesti þær fregnir sjálfur í dag.

Heimir boðaði til fréttamannafundar í dag þar sem hann útskýrði ákvörðun sína. Hann hefur undanfarin sjö ár starfað með landsliðinu.

Heimir hóf blaðamannafundinn á því að fara yfir tíma sinn með landsliðinu og vill skilja við liðið eins vel og hægt er.

,,Það er óvanalegt að sá sem lætur af störfum haldi blaðamannafund en mig langar að skilja við þetta eins vel og hægt er,“ sagði Heimir.

,,Ég vil skilja í eins mikilli sátt og hægt er, þegar þú afkakkar að vinna fyrir einhvern, í þessu sinni er það KSÍ og íslenska þjóðin þá finnst mér að ég verði að koma þessu þannig frá mér að það sé sómi að.“

,,Ég hef alltaf átt frábært samstarf við þá sem hafa verið í kringum mig, hvort sem það séu fjölmiðlar, stuðningsmenn eða KSÍ. Ég vil skilja á þann hátt, eins og það hefur verið, í samvinnu við alla sem eru í kringum mig.“

,,Ég er virkilega stoltur og það eru forréttindi að fá að skila af sér stöðunni eins og hún er í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 3 dögum

Eiður Smári sest á skólabekk

Eiður Smári sest á skólabekk
433Sport
Fyrir 3 dögum

Var boðið að fá rokkstjörnu meðferð en hafnaði því og vildi bara vera eins og hinir

Var boðið að fá rokkstjörnu meðferð en hafnaði því og vildi bara vera eins og hinir
433Sport
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir kynþáttaníði, keyrði fullur og pissaði í lögreglubílnum – Allt sama kvöldið

Varð fyrir kynþáttaníði, keyrði fullur og pissaði í lögreglubílnum – Allt sama kvöldið
433Sport
Fyrir 5 dögum

Segir að landsliðsmenn séu farnir að vera hræddir – ,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott“

Segir að landsliðsmenn séu farnir að vera hræddir – ,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott“
433Sport
Fyrir 6 dögum

13 leikja martröð landsliðsins þar sem vörnin lekur og sóknarleikurinn virkar ekki

13 leikja martröð landsliðsins þar sem vörnin lekur og sóknarleikurinn virkar ekki
433Sport
Fyrir 6 dögum

Hamren er með nálgun sem við Íslendingar þekkjum lítið

Hamren er með nálgun sem við Íslendingar þekkjum lítið