433Sport

Guðni Bergs: Við bundum miklar vonir við að Heimir yrði áfram

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 12:43

Ljósmynd: DV/Hanna

Heimir Hallgrímsson hefur ákveðið að skrifa ekki undir nýjan samning við KSÍ og stígur til hliðar sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir niðurstöðuna svekkjandi og að það hafi alltaf verið áætlunin að framlengja samning Heimis.

Guðni segir að KSÍ hafi bundið miklar vonir við að Heimir yrði áfram en að niðurstaðan væri önnur.

„Heimir var auðvitað okkar fyrsti kostur í starfið, enda hefur hann unnið frábært starf á þessum árum sem hann hefur verið með liðið,“ sagði Guðni.

,,Íslensk knattspyrna hefur aldrei staðið jafn framarlega og aldrei áður notið jafn mikillar athygli hérlendis sem erlendis.“

,,Við bundum miklar vonir við að Heimir yrði áfram, en niðurstaðan er þó sú að Heimir hættir með liðið að eigin ósk og vil ég fyrir hönd KSÍ þakka honum kærlega fyrir samstarfið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. KSÍ mun nú taka næstu skref í ráðningu nýs landsliðsþjálfara“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir United hafa losað sig við leikmann sem er ‘betri en Vardy’

Segir United hafa losað sig við leikmann sem er ‘betri en Vardy’
433Sport
Fyrir 2 dögum

Samband Pogba og Mourinho sagt vera í molum – Allt í gegnum umboðsmanninn

Samband Pogba og Mourinho sagt vera í molum – Allt í gegnum umboðsmanninn
433Sport
Fyrir 4 dögum

Aðeins einn leikmaður sem gat tekið við af Gerrard

Aðeins einn leikmaður sem gat tekið við af Gerrard
433Sport
Fyrir 4 dögum

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United
433Sport
Fyrir 6 dögum

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg
433Sport
Fyrir 6 dögum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu