fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
433Sport

Fyrrum leikmaður Liverpool elskar Heimi – ,,Auðmjúkur og skemmtilegur“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 14:41

Heimir Hallgrímsson á aðdáendur út um allan heim en hann hefur gert frábæra hluti sem landsliðsþjálfari Íslands.

Heimir hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun nýr maður taka við keflinu. Hann staðfesti þetta sjálfur í dag.

Heimir hefur undanfarin sjö ár starfað með landsliðinu en hann byrjaði sem aðstoðarþjálfari og vann sig þannig upp.

Stan Collymore, fyrrum leikmaður Liverpool, er mikill aðdáandi Heimis og íslenska landsliðsins.

Collymore hefur komið til Íslands nokkrum sinnum og er mjög hrifinn af hvernig umgjörðin hér á landi er í kringum fótboltann.

Collymore sendi Heimi kveðju á Twitter í dag og hrósar okkar manni. Collymore hrósar Heimi sem persónu og segir hann mjög auðmjúkan og skemmtilegan.

Hér má sjá kveðju Collymore.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Elmar vildi ekki mæta í landsliðsverkefni og fór í afmæli: Ég leit aðeins of stórt á mig

Elmar vildi ekki mæta í landsliðsverkefni og fór í afmæli: Ég leit aðeins of stórt á mig
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu atvikið: Dómarinn þurfti að stöðva leikinn – Köstuðu snjóboltum í línuvörðinn

Sjáðu atvikið: Dómarinn þurfti að stöðva leikinn – Köstuðu snjóboltum í línuvörðinn