433Sport

Plús og mínus – Mun hann gera gæfumuninn?

Victor Pálsson
Mánudaginn 16. júlí 2018 21:13

Breiðablik gefur ekkert eftir í toppbaráttu Pepsi-deildar karla en liðið vann 2-1 sigur á Fjölni í kvöld.

Staðan var 1-1 þar til í uppbótartíma er Oliver Sigurjónsson gerði frábært sigurmark beint úr aukaspyrnu.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Hvar væru Fjölnismenn ef þeir væru ekki með Birni Snæ í liðinu? Skoraði frábært jöfnunarmark og var langhættulegasti leikmaður gestanna.

Thomas Mikkelsen, nýr framherji Blika, leit mjög vel út í dag og skoraði mark. Er hann leikmaðurinn sem gerir gæfumuninn fyrir þá grænu?

Fjölnismenn voru mun sprækari í seinni hálfleik og vildu fá eitthvað úr leiknum. Sátu ekki hjá og leyfðu Blikum að spila sinn leik.

Þvílíkt mark. Oliver Sigurjónsson. Gerði magnað sigurmark Blika í uppbótartíma beint úr aukaspyrnu!

Mínus:

Fjölnismenn hafa nú tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. Það er bara alls ekki nógu gott. Eru í bölvuðu basli við botninn.

Fjölnir er enn aðeins einu stigi frá fallsæti eftir leiki kvöldsins. Fylkir tapaði á sama tíma gegn KR sem hjálpar þeim gulu mikið.

Fjölnir er lið sem á að vera í Pepsi-deildinni. Er sætið hans Óla Palla orðið heitt? Það virðist erfitt fyrir liðið að ná í stig þessa stundina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir United hafa losað sig við leikmann sem er ‘betri en Vardy’

Segir United hafa losað sig við leikmann sem er ‘betri en Vardy’
433Sport
Fyrir 2 dögum

Samband Pogba og Mourinho sagt vera í molum – Allt í gegnum umboðsmanninn

Samband Pogba og Mourinho sagt vera í molum – Allt í gegnum umboðsmanninn
433Sport
Fyrir 4 dögum

Aðeins einn leikmaður sem gat tekið við af Gerrard

Aðeins einn leikmaður sem gat tekið við af Gerrard
433Sport
Fyrir 4 dögum

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United
433Sport
Fyrir 6 dögum

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg
433Sport
Fyrir 6 dögum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu