fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Frakkland heimsmeistari 2018

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. júlí 2018 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkland 4-2 Króatía
1-0 Mario Mandzukic(sjálfsmark, 18′)
1-1 Ivan Perisic(28′)
2-1 Antoine Griezmann(víti, 38′)
3-1 Paul Pogba(59′)
4-1 Kylian Mbappe(65′)
4-2 Mario Mandzukic(69′)

Frakkland er heimsmeistari 2018 eftir sigur á Króatíu í úrslitum í dag en boðið var upp á mjög fjörugan leik.

Ballið byrjaði á 18. mínútu er Mario Mandzukic varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir Króata eftir aukaspyrnu Antoine Griezmann.

Tíu mínútum síðar var staðan orðin jöfn er Ivan Perisic skoraði laglegt mark eftir vel útfærða aukaspyrnu Króata.

Frakkar fengu svo vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks eftir að Perisic hafði gerst brotlegur innan teigs en dómurinn er þó umdeildur.

Antoine Griezmann er öruggur á vítapunktinum og skoraði hann af miklu öryggi framhjá Danijel Subasic í marki Króata.

Staðan 2-1 í hálfleik en næsta mark var einnig franskt. Það skoraði miðjumaðurinn Paul Pogba með góðu skoti fyrir utan teig.

Aðeins nokkrum mínútum síðar bætti Kylian Mbappe svo við fjórða marki Frakka, einnig með skoti fyrir utan teig sem Subasic sá seint.

Mandzukic bætti upp fyrir sjálfsmarkið fjórum mínútum síðar er hann nýtti sér mistök Hugo Lloris í marki Frakka og lagaði stöðuna í 4-2.

Fleiri mörk voru þó ekki skoruð í leiknum og vinna Frakkar 4-2 sigur og fagna sigri á mótinu í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var
433Sport
Í gær

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United