fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
433Sport

Hannes Halldórsson átti stóran þátt í hjónaskilnaði Arsen og Lyudmilu – Voru gift í 14 ár

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júlí 2018 17:18

Við fögnuðum eins og við hefðum orðið heimsmeistarar í knattspyrnu þegar okkar frábæri markvörður, Hannes Halldórsson varði víti gegn besta knattspyrnumanni í heimi, sjálfum Lionel Messi. Hannes hrópaði af gleði, Gummi Ben missti sig og öskraði úr sér lifur og lungu og hér á Íslandi mældist fögnuðurinn næstum á jarðskjálftamælum.

Hannes vissi það ekki þá, að þegar hann skutlaði sér svo fimlega og sló boltann frá markinu upphófst á sömu stundu rifrildi á milli hjóna frá Rússlandi en þau heita Arsen og Lyudmila og höfðu verið saman í 16 ár. Bæði eru þau miklir knattspyrnuáhugamenn en Arsen er aðdáandi Messi en Lyudmila heldur uppá hinn portúgalska Ronaldo.

Samkvæmt frétt Business Insider og Mirror kynntust hjónin árið 2002 einmitt þegar þau voru bæði að horfa á Heimsmeistarakeppnina á bar en tóku ástfóstri við þá tvo leikmenn sem mest er þrætt um hvor búi yfir meiri knattspyrnuhæfileikum. Og þegar Hannes varði vítið mikilvæga greip Lyudmila tækifærið og gerði lítið úr goðinu Messi. Hann væri slakur leikmaður sem gæti ekki einu sinni skorað gegn litla Íslandi. Og þá sárnaði Arsen og rann honum  í skap við þennan dónaskap eiginkonunnar.

Áfram hélt Lyudmila að skjóta á eiginmann sinn eftir jafnteflið við Ísland. Arsen fékk svo nóg þegar eiginkonan hélt áfram að halda því fram að Ronaldo bæri höfuð og herðar yfir Messi rétt eftir að Argentína hafði tryggt sér sigur með miklum naumindum gegn Nígeríu.

„Ég missti stjórn á mér og sagði henni umbúðarlaust skoðun mína um hinn einskis nýta Ronaldo og alla þá ömurlegu klúbba sem hann hefur spilað fyrir,“ er haft eftir Arsen sem tók síðan saman föggur sínar og yfirgaf Lyudmilu fyrir fullt og allt. Daginn eftir fór hann fram á skilnað. Það má færa rök fyrir því að okkar maður, Hannes Halldórsson hafi með markvörslu sinni haft afgerandi áhrif á þessa atburðarás og þá líklega til góðs fyrir þau bæði, fyrst það þurfti ekki meira til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kostuleg mismæli íslenskra íþróttafréttamanna: ,,Þetta er kókópöffskynslóðin, hún hefur ekki stigið hendi í kalt vatn“

Kostuleg mismæli íslenskra íþróttafréttamanna: ,,Þetta er kókópöffskynslóðin, hún hefur ekki stigið hendi í kalt vatn“
433Sport
Í gær

Fjölmiðlar í Katar fara með rangt mál: ,,Heimir hætti með íslenska landsliðið til að vinna sem tannlæknir“

Fjölmiðlar í Katar fara með rangt mál: ,,Heimir hætti með íslenska landsliðið til að vinna sem tannlæknir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær milljónir fyrir að spila fótbolta en er ótrúlegur í tölvuleikjum – Sigraði atvinnumann

Fær milljónir fyrir að spila fótbolta en er ótrúlegur í tölvuleikjum – Sigraði atvinnumann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk óvænt að sjá á bakvið tjöldin hjá BT Sport – Ferdinand og Cole töluðu ekki vel um Walker

Fékk óvænt að sjá á bakvið tjöldin hjá BT Sport – Ferdinand og Cole töluðu ekki vel um Walker
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þurfti að ferðast 450 kílómetra á dag: Erfiðasta ár sem ég hef upplifað

Þurfti að ferðast 450 kílómetra á dag: Erfiðasta ár sem ég hef upplifað
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndirnar: Leikmanni Arsenal kennt um hræðilegt bílslys – ,,Hann stóð bara þarna og horfði á símann sinn“

Sjáðu myndirnar: Leikmanni Arsenal kennt um hræðilegt bílslys – ,,Hann stóð bara þarna og horfði á símann sinn“