433Sport

Þekkir nokkra leikmenn Sarpsborg: Þeir voru skíthræddir við að koma hingað

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 20:52

Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék með liði ÍBV í kvöld sem mætti Sarpsborg í undankeppni Evrópudeildarinnar.

ÍBV tapaði stórt í kvöld þrátt fyrir góðan fyrri hálfleik. Sarpsborg gerði fjögur mörk í síðari hálfleik og vann 4-0 sigur.

,,Fyrstu viðbrögð eru að þetta er of stórt. Það er ekki svona mikill munur á liðunum,“ sagði Gunnar.

,,Ég þekki nokkra úr liðinu þeirra og talaði við þá fyrir leik og þeir voru skíthræddir við að koma hingað.“

,,Þetta er fyrsti Evrópuleikurinn þeirra og þeir vissu ekkert hvað þeir voru að fara í og við ákváðum það að mæta þeim í byrjun og pressa á þá eins og við gerum á Hásteinsvelli.“

,,Maður fann það að þetta var smá sjokk á þá og þeir fundu það að þetta yrði erfiður leikur en eftir þrjár mínútur þurfti Yvan að fara útaf hjá okkur og við missum smá fönkið eftir það.“

,,Við reynum að koma inn í þetta og erum líklegir, manni fannst þetta alltaf vera á leiðinni en því miður þá eru þetta bara of auðveld mörkin hérna, fyrstu tvö.“

,,Svo fáum við færi til að skora og ef við hefðum fengið eitt mark hefði þetta verið allt í lagi fyrir seinni leikinn en 4-0 er allt of mikið. Það er eins og við hættum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Gylfi er trúaður og hefur skoðun á íslenskri pólitík: ,,Ég fer með bænir á kvöldin“

Gylfi er trúaður og hefur skoðun á íslenskri pólitík: ,,Ég fer með bænir á kvöldin“
433Sport
Í gær

Pétur var brjálaður út í Grétar Rafn: Hélt að hann væri fimmti Bítilinn – ,,Þetta sýnir þvílíka heimsku“

Pétur var brjálaður út í Grétar Rafn: Hélt að hann væri fimmti Bítilinn – ,,Þetta sýnir þvílíka heimsku“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Mögnuð saga af Arnóri sem lék sinn fyrsta landsleik í kvöld – KSÍ vildi ekki sjá hann fyrir þremur árum

Mögnuð saga af Arnóri sem lék sinn fyrsta landsleik í kvöld – KSÍ vildi ekki sjá hann fyrir þremur árum
433Sport
Fyrir 3 dögum

Það sem þjóðin hafði að segja yfir landsleiknum – ,,Af hverju fær hann pening fyrir að spila fótbolta?“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir landsleiknum – ,,Af hverju fær hann pening fyrir að spila fótbolta?“