433Sport

,,Hafa hrokafullir Norðmenn ekki séð til okkar?“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 21:56

Valur vann sigur á Rosenborg frá Noregi í kvöld er liðin áttust við á Origo-vellinum á Hlíðarenda.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrir íslenska liðið í síðari hálfleik.

Hér má sjá það góða og slæma úr frábærum sigri Vals.

Plús:

Íslendingar standa með Val í þessari viðureign, sama með hvaða liði við höldum! Megum vera stolt af þessu.

Þetta eru stærri úrslit en kannski margir gera sér grein fyrir. Rosenborg er sigursælasta lið Noregs og hefur unnið deildina 25 sinnum.

Þrátt fyrir það voru Valsmenn bara mjög góðir í kvöld. Létu þá norsku ekki yfirspila sig og vildu spila sinn fótbolta.

Stemningin á Origo-vellinum var meiriháttar. Það var sungið og kallað allan leikinn, gefur leikmönnum mikið.

Valsmenn höndluðu pressu norsku leikmannana mjög vel. Pressan var mikil um tíma en menn voru yfirvegaðir og sáu þetta út.

Mínus:

Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt slæmt um þennan leik. 1-0 forysta er þó hættuleg og Rosenborg er sterkt á heimavelli.

Ég hefði viljað annað mark frá Valsmönnum, þeir norsku voru svolítið ‘shaky’ til baka. Tobias Thomsen átti skot í stöng en lengra komust þeir rauðu ekki.

Mig grunar að hrokinn hafi verið mikill hjá leikmönnum Rosenborg, þeir bjuggust við auðveldum leik. Hafa þeir aldrei séð leik með íslenska landsliðinu? Kemur ekki hingað og færð eitthvað gefins þó að pappírinn segi þér annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Þegar Guðjón fór í hart við Grindavík: Skútan marraði bara í kafi – ,,Guðjón lýgur alveg hiklaust og það er alveg ömurlegt að horfa uppá það“

Þegar Guðjón fór í hart við Grindavík: Skútan marraði bara í kafi – ,,Guðjón lýgur alveg hiklaust og það er alveg ömurlegt að horfa uppá það“
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegan reikning Ronaldo fyrir áfengi á mánudag – Tók 15 mínútur

Sjáðu ótrúlegan reikning Ronaldo fyrir áfengi á mánudag – Tók 15 mínútur
433Sport
Í gær

Geggjaður Gylfi í liði ársins

Geggjaður Gylfi í liði ársins
433Sport
Í gær

Strippbúlluhneyksli KSÍ: Rukkað fyrir kampavín og klám – ,,Ég drekk ekki einu sinni kampavín“

Strippbúlluhneyksli KSÍ: Rukkað fyrir kampavín og klám – ,,Ég drekk ekki einu sinni kampavín“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kolbeinn missti góðan vin sinn og sendir honum fallega kveðju – ,,Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og hjá öllum þeim sem þekktu þitt gæðablóð“

Kolbeinn missti góðan vin sinn og sendir honum fallega kveðju – ,,Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og hjá öllum þeim sem þekktu þitt gæðablóð“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Bayern brjálaðist eftir umfjöllun blaðamanns – Reyndi að slá hann þrisvar

Leikmaður Bayern brjálaðist eftir umfjöllun blaðamanns – Reyndi að slá hann þrisvar
433Sport
Fyrir 3 dögum

Nokkuð þægilegt hjá City í grannaslagnum – Arsenal lenti í veseni

Nokkuð þægilegt hjá City í grannaslagnum – Arsenal lenti í veseni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Andri Rúnar í landsliðið – Jóhann Berg ekki með

Andri Rúnar í landsliðið – Jóhann Berg ekki með