fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
433Sport

Edda Sif kemur til varnar – „Þessi dónaskapur, heift og blammeringar eru alveg út úr kortinu“

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og við greindum frá í gær mun Guðmundur Benediktsson ekki lýsa úrslitaleik HM á sunnudaginn. Í stað hans mun Haukur Harðarson lýsa leiknum ásamt Bjarna Guðjónssyni. Almenn óánægja virðist vera með þetta fyrirkomulag og hafa margir tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum.

Sjá einnig: Reiði yfir engum Gumma Ben á lokaleiknum:„Farðu heim RÚV, þú ert orðið ósjálfbjarga af ölvun“

Á Facebook-síðu Fréttablaðsins, sem greindi fyrst frá, má sjá talsverða óánægju með þetta. „Æ Æ! Af hverju ekki Gummi? Þarf maður þá að horfa á norska sjónvarpið,“ skrifar einn maður. Annar skrifar: „Mætti ég biðja um GB!“.

Blaðamaður Fréttablaðsins, Sigurður Mikael Jónsson tjái sig einnig um málið og gagnrýndi Rúv harðlega á Twitter-síðu sinni: „Farðu heim RÚV, þú ert orðið ósjálfbjarga af ölvun. Veist ekkert í þinn haus. Gleymdu þessu! Hvar er undirskriftasöfnunin?“

Eftir að málið komst í hámæli í gær ákvað samstarfskona Hauks, Edda Sif Pálsdóttir að koma sínum manni til varnar á Twitter. „Þetta fólk sem er froðufellandi yfir því hvort Haukur eða Gummi lýsi úrslitaleiknum Er hægt að fá þessa sérfræðinga í eitthvað fleira?!“ skrifaði Edda Sif í færslu sem sjá má hér að neðan.

Í kjölfarið fóru af stað umræður þar Eddu var bent á að málið kæmi öllum við þar sem um stærsta sjónvarpsviðburð heims væri að ræða. Einn af þeim sem tók þátt í umræðunum er blaðamaður Vísis, Tómas Þór Þórðarson var fyrstu til að svara Eddu Sif og stakk uppá eftirfarandi fyrir þá sem gagnrýna að Haukur lýsi leiknum:

Fá þá? Þeir eru á fullu allan daginn alla daga; Ljósmæður, Borgarpólitíkin, Hvalveiðar, matarsóun. Skoðanir á öllu. Okkar duglegasta fólk.

Edda Sif var ekki lengi að svara því og sagði umræðuna vera á lágu plani. „En þessi dónaskapur, heift og blammeringar eru alveg út úr kortinu og engum til framdráttar,“ skrifaði Edda meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Enginn hefur fengið borgað síðan í ágúst – Aðeins sjö mættu til leiks í ótrúlegu tapi

Enginn hefur fengið borgað síðan í ágúst – Aðeins sjö mættu til leiks í ótrúlegu tapi
433Sport
Í gær

Danski brjálæðingurinn fékk kast á æfingu og Ronaldo missti tönn

Danski brjálæðingurinn fékk kast á æfingu og Ronaldo missti tönn
433Sport
Fyrir 3 dögum

Fyrrum framkvæmdarstjóri KSÍ gagnrýnir Söru Björk: ,,Helst var það óhróður gagnvart Geir“

Fyrrum framkvæmdarstjóri KSÍ gagnrýnir Söru Björk: ,,Helst var það óhróður gagnvart Geir“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Var einn efnilegasti leikmaður Englands en segist vera fórnarlamb: ,,Getið ímyndað ykkur hvað hefði gerst“

Var einn efnilegasti leikmaður Englands en segist vera fórnarlamb: ,,Getið ímyndað ykkur hvað hefði gerst“