433Sport

Þessir þrír áttu eftir að breyta íslenskri knattspyrnusögu í sameiningu – Veistu hverjir þetta eru?

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 29. júní 2018 11:42

Það er oft gaman að kíkja í gömul myndaalbúm og rifja upp gamla tíma. Meðfylgjandi mynd var tekin árið 2002 og sýnir þrjá fótboltakappa á mjög ólíkum aldri. Þeir áttu þó allir eftir að breyta íslenskri knattspyrnusögu í sameiningu.

Myndin var tekin í knattspyrnuskóla FH og til vinstri má sjá einn leiðbeinenda námskeiðsins, Emil Hallfreðsson. Emil lék sem kunnugt er með FH og var einn besti knattspyrnumaður landsins í sterkum 1984-árgangi. Fyrir framan Emil er svo bróðir hans, Hákon Hallfreðsson.

Á miðri myndinni má sjá Eið Smára Guðjohnsen sem síðar átti eftir að gera garðinn frægan með Barcelona. Hann gekk í raðir Chelsea árið 2000 og þegar myndin var tekin var Eiður einn af stjörnuleikmönnum liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Tímabilið áður en myndin var tekin hafði Eiður skorað 23 mörk fyrir Chelsea.

Í rauðu treyjunni til hægri á myndinni er svo enginn annar en Gylfi Þór Sigurðsson sem þarna var ungur og efnilegur knattspyrnumaður í FH. Eiður kom sem gestur á námskeiðið, Emil var kennarinn og Gylfi nemandinn.

Ekki þarf að fjölyrða um það hversu mikilvægir þessir þrír leikmenn hafa verið í uppgangi landsliðsins á undanförnum árum. Þeir léku allir lykilhlutverk í að koma Íslandi á EM 2016 og spiluðu þeir þar saman. Gylfi Þór og Emil voru svo lykilmenn í íslenska liðinu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og voru óumdeilanlega tveir af okkar bestu leikmönnum á mótinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir United hafa losað sig við leikmann sem er ‘betri en Vardy’

Segir United hafa losað sig við leikmann sem er ‘betri en Vardy’
433Sport
Fyrir 2 dögum

Samband Pogba og Mourinho sagt vera í molum – Allt í gegnum umboðsmanninn

Samband Pogba og Mourinho sagt vera í molum – Allt í gegnum umboðsmanninn
433Sport
Fyrir 4 dögum

Aðeins einn leikmaður sem gat tekið við af Gerrard

Aðeins einn leikmaður sem gat tekið við af Gerrard
433Sport
Fyrir 4 dögum

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United
433Sport
Fyrir 6 dögum

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg
433Sport
Fyrir 6 dögum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu