fbpx
433Sport

Byggja þarf upp nýja varnarlínu í landsliðinu – Þessir tveir kostir gætu komið til greina

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. júní 2018 11:21

Það stefnir í gríðarlega endurnýjun í varnarlínu Íslands nú eftir Heimsmeistaramótið.

Ástæðan er sú að Ragnar Sigurðsson er nú hættur með landsliðinu. Þá eru líkur á að Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson ljúki eining keppnig.

Báðir eru komnir heim í Pepsi deildina sem mun gera þeim erfitt fyrir að halda sæti sínu.

Undankeppni Evrópumótsins sem dæmi hefst í mars á næsta ári, meira en fimm mánuðum eftir að keppni í Pepsi deildinni lýkur.

Því gætu þrír af þeim fjórum sem verið hafa í vörninni síðustu ár verið að ljúka keppni.

Það verður því hausverkur fyrir Heimi Hallgrímssson eða næsta þjálfara liðsins að sjóða saman vörn.

Í fljótu bragði er hægt að sjá tvo kosti en þá með því að Birkir Már Sævarsson haldi áfram.

Kostirnir eru miðaðir út frá því hverjir eru í hópnum í dag en þarna gætu einnig komið inn menn eins og Jón Guðni Fjóluson og fleir.

Ljóst er að Sverrir Ingi Ingason mun taka stöðu í liðinu en það er hægt að færa Hörð Björgvin Magnússon inn í miðvörðinn og setja Ara Frey Skúlason aftur í bakvörðinn.

Mögulegur kostur
Samúel Kári Friðjónsson – Sverrir Ingi Ingason – Hólmar Örn Eyjólfsson – Hörður Björgvin Magnússon

Mögulegur kostur
Birkir Már Sævarsson – Sverrir Ingi Ingason – Hörður Björgvin Magnússon – Ari Freyr Skúlason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“
433Sport
Í gær

Einkunnir eftir naumt tap gegn Sviss – Alfreð bestur

Einkunnir eftir naumt tap gegn Sviss – Alfreð bestur
433Sport
Í gær

Neitaði að spila sinn fyrsta landsleik í dag – Lofuðu að bróðir hans yrði í landsliðinu

Neitaði að spila sinn fyrsta landsleik í dag – Lofuðu að bróðir hans yrði í landsliðinu
433Sport
Fyrir 2 dögum

‘Sjálfselskur’ Koscielny vildi sjá Frakkland tapa á HM – ,,Þetta var ánægjulegt en líka viðbjóðslegt“

‘Sjálfselskur’ Koscielny vildi sjá Frakkland tapa á HM – ,,Þetta var ánægjulegt en líka viðbjóðslegt“