fbpx
433Sport

Þjálfari Króata óskar Íslandi til hamingju – Sýndu það sem er mikilvægt í fótbolta

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 20:54

Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króata, var ánægður með sína menn í kvöld eftir 2-1 sigur gegn Íslandi á HM.

Króatar unnu að lokum sigur gegn okkar mönnum en sigurmark liðsins kom undir lokin er Ísland sótti mörgum mönnum.

Dalic var sáttur í leikslok enda Króatar komnir í 16-liða úrslit. Hann hrósaði þó einnig íslenska liðinu.

,,Við gerðum það sem við vildum gera og fengum þrjú stig. Var það sanngjarnt? Svona er fótbolti. Ísland sýndi sem er mikilvægt í fótbolta; baráttu, aga og þeir gerðu það sem þeir reyndu að gera,“ sagði Dalic.

,,Ég get óskað þeim til hamingju með baráttuna og hugrekkið. Þetta er frábært lið sem spilar fótbolta á þann hátt sem hentar þeim. Það er erfitt að eiga við þá, föstu leikatriðun og löngu sendingarnar. Ég hrósa andstæðingnum en það sem skiptir máli er okkar frammistaða.“

,,Nú verðum við að hætta að hugsa um þessa þrjá leiki og gleyma þeim. Nú kemur augnablik sannleikans. Við eigum leik á sunnudag, við höfum spilað vel og notað nánast alla leikmennina sem áttu skilið að spila á HM.“

,,Við höfum unnið vinnuna okkar hingað til og í 16-liða verðum við að fókusa á Danina. Við tökum einn leik í einu og sjáum hvað gerist á sunnudag. Næsta verkefnið er alltaf mikilvægast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum – ,,Ísland vs Grænland?“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum – ,,Ísland vs Grænland?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands gegn Sviss – Sjö breytingar frá tapinu hræðilega í síðasta mánuði

Byrjunarlið Íslands gegn Sviss – Sjö breytingar frá tapinu hræðilega í síðasta mánuði
433Sport
Í gær

Verður Ronaldo yngri jafn góður og pabbi sinn? – Bauð upp á frábær tilþrif og minnti á föður sinn

Verður Ronaldo yngri jafn góður og pabbi sinn? – Bauð upp á frábær tilþrif og minnti á föður sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Heppnir að fá einkaflugvél heim og áttu góðan föstudag í Reykjavík

Heppnir að fá einkaflugvél heim og áttu góðan föstudag í Reykjavík