fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
433Sport

Þetta varð íslenska liðinu að falli í Rússlandi að mati Jóa Berg

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 21:46

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði með íslenska landsliðinu í kvöld sem mætti Króatíu í riðlakeppni HM.

Ísland sætti sig við 2-1 tap gegn sterku liði Króata og þýðir það að okkar strákar eru úr leik í keppninni.

Færanýting íslenska liðsins varð liðinu að falli segir Jói Berg en liðið skoraði tvö mörk í þremur leikjum riðlakeppninnar.

,,Ég er gríðarlega svekktur. Þó við höfum tapað þessum leik þá vorum við gríðarlega nálægt þessu og fengum fullt af færum sem við venjulega klárum,“ sagði Jói Berg.

,,Þetta mót hefur ekki dottið með okkur. Fyrsti leikurinn var fínn en eins og Nígeríuleikurinn spilaðist ekki nógu vel og ekki þessi heldur. Það vantaði herslumuninn.“

,,Aðalatriðið sem fellur okkur á þessu móti er að skora ekki nóg af mörgum. Í dag hefðum við átt að skora fleiri mörk. Skalli í slá og fullt í gangi en við töluðum um það fyrir leik að gefa allt í þetta og við gerðum það.“

,,Þetta hefur gengið vel með okkur undanfarin ár, við höfum spilað vel og eins og þú segir hefði þetta kannski dottið fyrir nokkrum árum en það gerði það ekki núna. Það er svekkjandi að hafa ekki komist áfram. Argentína 2-1 og okkur hefði dugað 2-1.“

,,Það er erfitt að tala um þetta núna. Maður veit ekki alveg hvað á að segja, við skorum bara ekki nógu mörg mörk sem er svekkjandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Þetta eru stærstu mistökin sem Klopp hefur gert á ferli sínum

Þetta eru stærstu mistökin sem Klopp hefur gert á ferli sínum
433Sport
Í gær

Harkaleg slagsmál á miðri jóga æfingu

Harkaleg slagsmál á miðri jóga æfingu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með þrjár í takinu á sama tíma og allt komst upp: ,,Þetta er sjúkt“

Með þrjár í takinu á sama tíma og allt komst upp: ,,Þetta er sjúkt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Byssa, sveðja og hafnarboltakylfa: Bræður frægra leikmanna urðu fyrir fólskulegri árás

Byssa, sveðja og hafnarboltakylfa: Bræður frægra leikmanna urðu fyrir fólskulegri árás
433Sport
Fyrir 3 dögum

Skrifaði grein um viðkvæmt mál og fékk morðhótanir: Þessir hálfvitar stöðva mig ekki

Skrifaði grein um viðkvæmt mál og fékk morðhótanir: Þessir hálfvitar stöðva mig ekki
433Sport
Fyrir 3 dögum

Rúnar var orðinn þreyttur og vildi prófa eitthvað allt annað: Tók mig tvo til þrjá mánuði að átta mig á þessu

Rúnar var orðinn þreyttur og vildi prófa eitthvað allt annað: Tók mig tvo til þrjá mánuði að átta mig á þessu