fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
433Sport

Sverrir: Vorum töluvert betra liðið á vellinum í dag

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 21:24

Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður, var að vonum súr að þurfa að kveðja HM í Rússlandi í dag eftir tap gegn Króatíu í lokaleik riðilsins.

Ísland er úr leik eftir tapið en Sverrir segist þó vera stoltur af liðinu og mega menn vera ánægðir með baráttu liðsins í keppninni.

,,Vissulega var ég nálægt því að skora en ég er virkilega stoltur af liðinu. Ég held að við höfum spilað okkar besta leik í mótinu,“ sagði Sverrir.

,,Við fengum urmul af færum til að skora og það leiðinlega við það er að fara út á svona góðri frammistöðu, að eiga meira inni. Við gáfum allt í þetta en að þetta hafi ekki dottið með okkur í dag er leiðinlegt. Við getum labbað stoltir frá borði.“

,,Við ætluðum okkur að fara áfram og vorum nálægt því en svona er fótboltinn.“

,,Hann sagði við mig eftir Nígeríuleikinn, við leikmenn sem hafa tekið lítið þátt í mótinu að hann gæti þurft ferskar fætur og ég Jói og Emil komum inn í dag.“

,,Við vorum kannski ekki búnir að spila eins mikið og hinir í mótinu en það er lykilatriði í svona móti að vera með ferskar fætur. Kári og Raggi hafa spilað frábærlega hingað til og það var ekki ástæðan á bakvið valið. Þeir vildu nýta ferskar fætur og breiddina í hópnum.“

,,Við vissum í hálfleik að Argentína væri komið yfir en ég vissi ekki að Nígería hefði jafnað. Við reyndum að gera allt til að ná 2-1 markinu og við vorum helvíti nálægt því. Eftir að þeir komast yfir erum við með öll völd á leiknum og sköpum okkur dauðafæri.“

,,Við fengum líka mörg dauðafæri í fyrri hjálfleik sem hefði verið gott að nýta og komast yfir.“

,,Í Argentínuleiknum fær Birkir frábært færi og í dag vorum við með flest marktækifæri í þessum leikjum en að skora eitt mark, ég á sjálfur að skora, ég skallaði í slá og yfir.“

,,Allir hérna á vellinum gáfu sig 100 prósent í verkefnið og það er ákveðið afrek að hafa komist hingað. Við lendum í sterkum riðli með frábærum þjóðum. Við erum að spila við eitt besta landslið í heimi þó þeir hafi gert breytingar. Mér fannst við töluvert betra liðið á vellinum í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Þetta eru stærstu mistökin sem Klopp hefur gert á ferli sínum

Þetta eru stærstu mistökin sem Klopp hefur gert á ferli sínum
433Sport
Í gær

Harkaleg slagsmál á miðri jóga æfingu

Harkaleg slagsmál á miðri jóga æfingu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með þrjár í takinu á sama tíma og allt komst upp: ,,Þetta er sjúkt“

Með þrjár í takinu á sama tíma og allt komst upp: ,,Þetta er sjúkt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Byssa, sveðja og hafnarboltakylfa: Bræður frægra leikmanna urðu fyrir fólskulegri árás

Byssa, sveðja og hafnarboltakylfa: Bræður frægra leikmanna urðu fyrir fólskulegri árás
433Sport
Fyrir 3 dögum

Skrifaði grein um viðkvæmt mál og fékk morðhótanir: Þessir hálfvitar stöðva mig ekki

Skrifaði grein um viðkvæmt mál og fékk morðhótanir: Þessir hálfvitar stöðva mig ekki
433Sport
Fyrir 3 dögum

Rúnar var orðinn þreyttur og vildi prófa eitthvað allt annað: Tók mig tvo til þrjá mánuði að átta mig á þessu

Rúnar var orðinn þreyttur og vildi prófa eitthvað allt annað: Tók mig tvo til þrjá mánuði að átta mig á þessu