fbpx
433Sport

Kári ætlar ekki að gera sömu mistök og Eiður Smári

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 21:55

Kári Árnason gæti vel verið hættur með landsliðinu en hann spilaði ekki gegn Króatíu í dag.

Kári hefur lengi staðið vaktina með íslenska liðinu og spilaði stórt hlutverk í undankeppni EM 2016 og nú HM 2018.

Kári er kominn á seinni árin í boltanum og gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik.

,,Er hann búinn að greina frá því? Gott að hann ákveði það fyrir mig,“ sagði Kári eftir að honum var tjáð að Aron Einar Gunnarsson væri búinn að taka ákvörðunina fyrir hann um að hann væri hættur.

,,Við sjáum til. Auðvitað er að líða á seinni hlutann á ferlinum og kannski er kominn tími á að stoppa en ef Heimir velur mig þá get ég ekki sagt nei við landsliðinu.“

,,Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og mín stoltustu móment á lífsleiðinni hafa komið með landsliðinu. Ég er mjög stoltur af því að vera partur af þessu liði og er stoltur af þessum strákum.“

,,Auðvitað var ég búinn að leiða hugann þangað en ég ætla ekki að vera með eitthvað big statement að ég sé hættur með landsliðinu en það lítur þannig út svolítið.“

,,Okkar mesta legend brenndi sig svolítið á því að segja að hann væri hættur og kom svo aftur, maður veit aldrei.“

,,Að koma á HM með liðinu var draumur fyrir okkur alla og eins og ég sagði áðan hafa mín stoltustu móment í fótbolta og í lífinu með þessu liði.“

,,Ég er stoltur af því að hafa contributað til að við komumst á EM þar sem við stóðum okkur vel og svo komumst við á HM. Við verðskulduðum meira úr þessum leik.“

,,Ég skil Heimi fullkomlega og Sverrir stóð sig fullkomlega í dag. Maður þarf að stíga til hliðar og yngri og ferskari menn koma inn. Ég átti minn hlut í undankeppninni og er stoltur af því.“

,,Ég hef heyrt af einhverjum áhuga en ekkert er staðfest,“ bætti Kári við varðandi framtíðina en hann samdi við Víking Reykjavík fyrr á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“
433Sport
Fyrir 2 dögum

,,Ég vona að þú fáir hvítblæði og að þér verði nauðgað til dauða“

,,Ég vona að þú fáir hvítblæði og að þér verði nauðgað til dauða“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir kynþáttaníði, keyrði fullur og pissaði í lögreglubílnum – Allt sama kvöldið

Varð fyrir kynþáttaníði, keyrði fullur og pissaði í lögreglubílnum – Allt sama kvöldið
433Sport
Fyrir 3 dögum

Segir að landsliðsmenn séu farnir að vera hræddir – ,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott“

Segir að landsliðsmenn séu farnir að vera hræddir – ,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Messi heldur risastórt kynlífspartý fyrir lesbíur

Messi heldur risastórt kynlífspartý fyrir lesbíur
433Sport
Fyrir 4 dögum

Þessir leikmenn landsliðsins eru í öðrum gæðaflokki að mati Gumma Ben – ,,Truflar mig ekki neitt þegar sonurinn spilar“

Þessir leikmenn landsliðsins eru í öðrum gæðaflokki að mati Gumma Ben – ,,Truflar mig ekki neitt þegar sonurinn spilar“
433Sport
Fyrir 5 dögum

Það sem þjóðin hafði að segja um leikinn gegn Sviss – ,,Ef einhver á skilið að falla þá er það þetta sænska rusl“

Það sem þjóðin hafði að segja um leikinn gegn Sviss – ,,Ef einhver á skilið að falla þá er það þetta sænska rusl“
433Sport
Fyrir 5 dögum

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“