fbpx
433Sport

Birkir: Heyrði aldrei neitt um þennan leik

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 21:41

Birkir Bjarnason spilaði 90 mínútur fyrir Ísland í dag er liðið mætti Króatíu í lokaleik riðlakeppninnar í Rússlandi.

Birkir var svekktur í leikslok eftir 2-1 tap og er liðið úr keppni, strákarnir þurftu að vinna leik kvöldsins.

Birkir meiddist sjálfur snemma leiks er hann fékk högg á nefið en það kom aldrei til greina að hætta leik.

,,Þetta er ótrúlega svekkjandi þegar við erum svona nálægt þessu, við vöðum í sénsum og fengum ótrúlega mörg tækifæri til að skora og ég átti sjálfur að skora.“

,,Það var mikið blóð og þannig, við reyndum að stoppa það og við gerðum það,“ sagði Birkir um meiðslin.

,,Ég heyrði aldrei neitt [um leik Argentínu og Nígeríu]. Við vissum að við þyrftum að vinna og það skiptir ekki miklu máli þegar við vorum ekki með sigurinn í höndunum.“

,,Mér finnst leikurinn hrikalega góður. Við höfum örugglega aldrei skapað svona mörg færi gegn Króötum, klárlega besti leikurinn með bolta.“

,,Við skulum gera okkur grein fyrir því að þetta var gríðarlega sterkur riðill og það var leiðinlegt að fá svona leik gegn Nígeríu þar sem við eigum að gera betur en við erum stoltir af því að hafa verið hérna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“
433Sport
Fyrir 2 dögum

,,Ég vona að þú fáir hvítblæði og að þér verði nauðgað til dauða“

,,Ég vona að þú fáir hvítblæði og að þér verði nauðgað til dauða“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir kynþáttaníði, keyrði fullur og pissaði í lögreglubílnum – Allt sama kvöldið

Varð fyrir kynþáttaníði, keyrði fullur og pissaði í lögreglubílnum – Allt sama kvöldið
433Sport
Fyrir 3 dögum

Segir að landsliðsmenn séu farnir að vera hræddir – ,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott“

Segir að landsliðsmenn séu farnir að vera hræddir – ,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Messi heldur risastórt kynlífspartý fyrir lesbíur

Messi heldur risastórt kynlífspartý fyrir lesbíur
433Sport
Fyrir 4 dögum

Þessir leikmenn landsliðsins eru í öðrum gæðaflokki að mati Gumma Ben – ,,Truflar mig ekki neitt þegar sonurinn spilar“

Þessir leikmenn landsliðsins eru í öðrum gæðaflokki að mati Gumma Ben – ,,Truflar mig ekki neitt þegar sonurinn spilar“
433Sport
Fyrir 5 dögum

Það sem þjóðin hafði að segja um leikinn gegn Sviss – ,,Ef einhver á skilið að falla þá er það þetta sænska rusl“

Það sem þjóðin hafði að segja um leikinn gegn Sviss – ,,Ef einhver á skilið að falla þá er það þetta sænska rusl“
433Sport
Fyrir 5 dögum

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“