433Sport

Birkir: Heyrði aldrei neitt um þennan leik

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 21:41

Birkir Bjarnason spilaði 90 mínútur fyrir Ísland í dag er liðið mætti Króatíu í lokaleik riðlakeppninnar í Rússlandi.

Birkir var svekktur í leikslok eftir 2-1 tap og er liðið úr keppni, strákarnir þurftu að vinna leik kvöldsins.

Birkir meiddist sjálfur snemma leiks er hann fékk högg á nefið en það kom aldrei til greina að hætta leik.

,,Þetta er ótrúlega svekkjandi þegar við erum svona nálægt þessu, við vöðum í sénsum og fengum ótrúlega mörg tækifæri til að skora og ég átti sjálfur að skora.“

,,Það var mikið blóð og þannig, við reyndum að stoppa það og við gerðum það,“ sagði Birkir um meiðslin.

,,Ég heyrði aldrei neitt [um leik Argentínu og Nígeríu]. Við vissum að við þyrftum að vinna og það skiptir ekki miklu máli þegar við vorum ekki með sigurinn í höndunum.“

,,Mér finnst leikurinn hrikalega góður. Við höfum örugglega aldrei skapað svona mörg færi gegn Króötum, klárlega besti leikurinn með bolta.“

,,Við skulum gera okkur grein fyrir því að þetta var gríðarlega sterkur riðill og það var leiðinlegt að fá svona leik gegn Nígeríu þar sem við eigum að gera betur en við erum stoltir af því að hafa verið hérna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu atvikið – Ótrúlegur Rooney hljóp alla leið til baka og lagði upp mark í blálokin

Sjáðu atvikið – Ótrúlegur Rooney hljóp alla leið til baka og lagði upp mark í blálokin
433Sport
Fyrir 3 dögum

Albert mögulega á leið til Tékklands

Albert mögulega á leið til Tékklands
433Sport
Fyrir 3 dögum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu
433Sport
Fyrir 3 dögum

Gascoigne neitar því að hafa verið fullur í beinni

Gascoigne neitar því að hafa verið fullur í beinni
433Sport
Fyrir 4 dögum

Chelsea vann öruggan sigur – Nýliðarnir töpuðu

Chelsea vann öruggan sigur – Nýliðarnir töpuðu
433Sport
Fyrir 5 dögum

Manchester United lagði Leicester í opnunarleiknum

Manchester United lagði Leicester í opnunarleiknum
433Sport
Fyrir 1 viku

Chelsea staðfestir komu Kepa – Dýrasti markvörður sögunnar fær sjö ára samning

Chelsea staðfestir komu Kepa – Dýrasti markvörður sögunnar fær sjö ára samning
433Sport
Fyrir 1 viku

Svíar vorkenna Íslendingum eftir komu Hamren – ,,Heimskulegasta ákvörðun KSÍ frá upphafi“

Svíar vorkenna Íslendingum eftir komu Hamren – ,,Heimskulegasta ákvörðun KSÍ frá upphafi“