fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Guðmundur skriðtæklar Króata og segir þá svindlara: „Sjái þeir sér hag í einhverju þá svindla þeir sér að settu marki“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. júní 2018 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Og nú er svo komið að við getum látið okkur hlakka til næsta leiks. Hann er annað kvöld gegn hinum sísvindlandi Króötum,“ segir Guðmundur Brynjólfsson, djákni og rithöfundur, í Bakþönkum Fréttablaðsins í dag.

Þar gerir Guðmundur heimsmeistaramótið í Rússlandi að umtalsefni og þá einna helst árangur íslenska liðsins og næsta leik gegn Króötum.

„Ég var farinn að óttast að ég næði ekkert að skrifa um heimsmeistarakeppnina í fótbolta hér í Bakþönkum; íslenska liðið virtist á heimleið jafnvel áður en riðlakeppni var lokið. Ekki vegna eigin frammistöðu heldur vegna utanaðkomandi aðstæðna,“ segir Guðmundur og nefnir, í kaldhæðni að líkindum fremur en fúlustu alvöru, í því samhengi hitastig, mýflugu, Mið-Ísland og Instagram.

Guðmundur nefnir svo að það eina sem hann batt vonir við að gæfi leikmönnum ró hafi verið sú staðreynd að ríkisstjórnin var heima í fýlu eins og hann segir.

„En þá fregnaði maður að Dagur Bjé væri á leiðinni út og „þá hvarf sú von“ – eins og segir í gamla dægurlaginu.

En svo sluppu menn undan mývargnum (sem ég reyndar held að hafi verið maðkafluga fylgjandi íslenskættuðu nesti Nígeríumanna) og hitanum. Mið-Ísland fór heim og Instagram sprakk. Ríkisstjórnin var áfram í fýlu og hélt forsetanum í pestargíslingu. Þá var eina vandamálið Dagur Bjé – en hann er nú ekki stórt númer svo þetta hlaut að blessast.“

Guðmundur snýr sér svo að næsta leik, gegn Króötum, en sá leikur og hagstæð úrslit úr leik Argentínu og Nígeríu munu skera úr um það hvort Ísland komist áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Útlitið er ekki bjart en vonin er vissulega til staðar. Guðmundur vandar króatíska liðinu ekki kveðjurnar í pistlinum, en Ísland og Króatía hafa mæst nokkrum sinnum á síðustu árum og ávallt verið miklir baráttuleikir.

„Hnerri andstæðingar þeirra í leik eru Króatar yfirleitt svo staðfastlega stórslasaðir eftir, að um líf og dauða er að tefla þegar þeir eru bornir helsærðir af velli. Tafir þeirra mælast í klukkustundum en ekki sekúndum og þeir mótmæla ekki bara við hvert brot heldur einnig við hvert innkast og við hvert handaband fyrir leik.“

Guðmundur kveðst ekki vera svartsýnn. „Aldeilis ekki, nú er nefnilega komið að því að Króatar munu sjá sér hag í því að spara sig gegn Íslendingum – og sjái þeir sér hag í einhverju þá svindla þeir sér að settu marki. Þeir munu hvíla lykilmenn, passa upp á að fá ekki spjöld og jafnvel leggja eitthvað undir á bak við tjöldin.“

Guðmundur endar pistilinn á þeim orðum að hann sé þess fullviss að Íslandi fari með sigur af hólmi, 3-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Í gær

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum