fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Eiginkona Birkis Más ósátt og sendir fingurinn – „Fuck you all sem eruð að reyna að klæmast á umræðunni…“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. júní 2018 12:00

Eiginkonan og Birkir á HM 2018. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona Birkis Más Sævarssonar er allt annað en ánægð með þá umræðu að eiginkonur, kærustur eða fjölskyldur leikmanna hafi neikvæð áhrif á þá. Eiginkona Birkis er Stefanía Sigurðardóttir, kölluð Stebba, og gefur hún lítið fyrir þessa umræðu.

„Fuck you all sem eruð að reyna að klæmast á umræðunni um að eiginkonur/kærustur og fjölskyldur leikmanna hafi neikvæð áhrif á þá!,“ sagði Stefanía á Twitter.

Ekkert mikilvægara en fjölskyldan

Strákarnir fengu tíma til að vera með fjölskyldum sínum daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Nígeríu. Á blaðamannafundi eftir leikinn gegn Nígeríu, sem tapaðist 2-0, fékk Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari þá spurning frá erlendum blaðamanni hvort það hefði verið mistök að leyfa leikmönnum að hitta fjölskyldur sínar svo skömmu fyrir leik.

Heimir svaraði þeirri spurningu vel og sagði að ekkert í lífinu skipti meira máli en fjölskyldan – fótbolti væri í raun aukaatriði.

„Ég veit ekki af hverju þessi umræða fór af stað svona almennt. Við töluðum um á síðasta fundi að það væri margt mikilvægara í lífinu en fótbolti.

Í samhengi við veikindi markmanns Nígeríu. Annað sem er mikilvægara en fótbolti er fjölskyldan okkar. Í gær var möguleiki á að hitta konur og börn, mæður og systkini. Ég veit ekki í hvaða samhengi þú ert að setja þetta. Þetta eru hlutir sem við eigum að rækta í lífinu og þess vegna gefum við leikmönnum að sjálfsögðu leyfi til að hitta fjölskylduna sína,“ sagði Heimir við blaðamanninn.

Birkir á Stebbu margt að þakka

Sjálfur hefur Birkir Már látið hafa eftir sér að hann eigi eiginkonunni margt að þakka. Það sé Stebbu að þakka að hann sé á þeim stað sem hann er á í dag, einn leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi og einn áreiðanlegasti  hægri bakvörður sem íslenska landsliðið hefur átt. Birkir á sjaldan slæman leik, vinnur vel fyrir liðið og er bæði öflugur í sókn og vörn. Líklega er Birkir ávallt einn fyrsti maður á blað hjá Heimi Hallgrímssyni.

„Það er allt henni að þakka að ferillinn fór á flug,“ sagði hann í viðtali við Fréttablaðið árið 2017. Í viðtalinu kom fram að Birkir og Stebba hafi kynnst árið 2006 í íþróttaskólanum á Laugarvatni.

Væri í neðri deildunum

„Ég hef alltaf sagt að ef ég hefði ekki hitt hana þá væri ég að spila einhvers staðar í neðri deildunum eða með KH, varaliði Vals. Kannski hefði ég komist í Valsliðið á sínum tíma en hún kom mér á rétta braut. Ég hafði gaman af að fara í partí og vera í miðbænum áður en hún kom til sögunnar,“ sagði Birkir Már og miðað við þessi ummæli hans er það síður en svo staðreynd að eiginkonur, makar eða fjölskyldur leikmanna hafi slæm áhrif. Stebba hefur því á réttu að standa.

Guðmundur Steingrímsson, stofnandi Bjartrar framtíðar

Guðmundur sækir kraft til makans

Þess má einnig geta að Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifar um þetta mál í Fréttablaðinu í dag og ræðir hvort það geti verið að konurnar í lífi leikmanna hafi slæm áhrif á frammistöðu þeirra. Hann kemst að býsna rökréttri niðurstöðu þó. Í pistlinum, sem ber yfirskriftina Stórhættulegar konur, segir hann meðal annars:

„Auðvitað skilur maður vel að það er algjörlega nauðsynlegt að hafa reglu á lífinu þegar tekist er á við stóra og erfiða áskorun. Það er mikilvægt að fara snemma að sofa, borða vel og hvílast. Ná að róa hugann. Ég sé hins vegar ekki að maki manns þurfi endilega að vera hindrun í þessu. Þvert á móti. Ákaflega margir, þar á meðal ég, sækja kraft til makans, styrk og hvatningu. Ég er viss um að strákarnir gera það líka. Ég veit satt að segja ekki hvernig ég kæmist í gegnum helstu áskoranir lífsins án eiginkonu minnar. Þetta finnst mér einmitt vera ein helsta pælingin með sambandi. Að eiga sér náinn lífsförunaut sem skilur mann og styður.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði