fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Helgi um færslu Halldórs eftir tapið gegn Nígeríu – ,,Þetta er bara bull, fyrirgefðu. Ég nenni ekki að ræða svona hluti“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 23. júní 2018 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:

Íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Nígeríu á HM í Rússlandi í gær en lokatölur urðu 2-0 fyrir nígeríska liðinu.

Ísland er í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina en við mætum þá Króatíu sem hefur unnið báða sína leiki í riðlakeppninni. Spilamennska íslenska liðsins þótti ekki góð gegn Nígeríu í gær og þá sérstaklega í síðari hálfleik er við fengum á okkur bæði mörkin. Halldór Björnsson, markmannsþjálfari, setti inn athyglisverða færslu á Twitter í dag eftir tap okkar manna.

Halldór starfaði með Sigurði Ragnari Eyjólfssyni hjá kínverska kvennalandsliðinu áður en Siggi Raggi var látinn fara. Mikið hefur verið rætt um lífið utan vallar hjá íslensku strákunum á HM og má nefna Rúrik Gíslason sem er kominn með yfir 800 þúsund fylgjendur á Instagram.

Halldór er með ráð fyrir íslensku strákana sem má sjá hér fyrir neðan. ,,Ok nú er bara taka niður sólgleraugun, hætta hugsa um þetta instagram bull og henda þessum Mið-Ísland gaurum út af hótelinu? upp með hausinn,út með kasann, upp á hótel að leikgreina og svo beint á æfingasvæðið og upp úr þessum riðli ??,“ skrifaði Halldór á Twitter.

Helgi Kolviðsson var spurður út í málið í dag og hafði þetta að segja. ,,Ég hef ekki lesið þessa færslu. Ég var að horfa á leikinn við Nígeríu aftur í nótt. Hvað er svona merkilegt í þessari færslu?“ sagði Helgi þegar hann var spurður út í færsluna,“ sagði Helgi um málið

„Það er bara eðli lífsíns í fótboltanum að þegar maður vinnur leiki þá gerir maður allt rétt, þegar maður tapar leikjum gerir maður allt rangt. Þannig er það.“

„Þetta er bara bull, fyrirgefðu. Ég nenni ekki að ræða svona hluti. Menn skrifa ýmislegt í hita leiksins. Við vorum allir svekktir, stundum þarf maður bara að sofa á þessu og opna munninn tólf tímum seinna.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Í gær

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins