fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

„Hefðum við náð að skora fyrsta markið hefði þetta verið geggjuð taktísk breyting“

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 23. júní 2018 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir tapleik Íslands gegn Nígeríu í gær veltu ýmsir því fyrir sér hvort Heimir Hallgrímsson hefði frekar átt að stilla upp í sama leikkerfi og hann gerði gegn Argentínu. Þá var Alfreð Finnbogason einn frammi, Gylfi Þór Sigurðsson þar fyrir aftan og Emil Hallfreðsson og Aron Einar Gunnarsson á miðjunni.

Í leiknum í gær ákvað Heimir að stilla upp í leikkerfið 4-4-2 með þá Jón Daða Böðvarsson og Alfreð Finnbogason í fremstu víglínu og þá Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar á miðjunni. Ísland tapaði 2-0 og söknuðu margir þess að sjá ekki Emil Hallfreðsson í liðinu, en hann átti góðan leik gegn Argentínu.

Þegar Heimir var spurður að því í morgun hvort hann vildi að hann hefði gert eitthvað öðruvísi, til dæmis hvað varðar uppstillingu sagði hann:

„Alltaf þegar þú tapar leik þá hugsar maður hvað maður hefði átt að gera öðruvísi. Hefðum við náð að skora fyrsta markið hefði þetta verið geggjuð taktísk breyting, þannig er bara fótboltinn. Þú gerir eitthvað og stundum gengur það upp og stundum ekki og þannig er það bæði í fótbolta og í lífinu. Þú verður að taka ákvarðanir. Þessi leikaðferð hefur hentað okkur mjög vel oft áður. Hún gekk ekki upp í gær og þannig er bara lífið.“

Heimir segir að honum hafi gengið ágætlega að sofna í gærkvöldi og sagðist hann hafa horft á leikinn gegn Nígeríu um það bil tvisvar sinnum eftir að flautað var til leiksloka í gær. Aðspurður hvernig leikurinn horfir við honum nú, tæpum sólarhringi eftir að honum lauk, sagði Heimir:

„Bara eins og alltaf, þegar maður horfir á leik aftur sem maður tapar þá er upplifunum betri þegar maður horfir á hann í annað sinn heldur en þegar maður upplifði hann á vellinum. Já, já. Þetta var leikur sem var smá kaflaskiptur. Fyrri hálfleikur var góður og við fórum með það leikplan að þeir myndu opna sig þegar leið á leikinn ef þeir næðu ekki að skora. En svo ná þeir þessu marki í upphafi síðari hálfsleiks og það breytir leikmyndinni. Við þurfum að koma framar á völlinn og þá erum við að spila leikinn upp í hendurnar á Nígeríumönnum, þeirra styrkleiki eru skyndisóknir og þannig gátu þeir spilað upp á sinn styrkleika sem var vont fyrir okkur,“ sagði Heimir og bætti við nígeríska liðið hefði höndlað aðstæðurnar í gær betur en íslenska liðið:

„Ef við leggjum saman þessi tvö lið þá eru þeir líklega fljótari en við að hlaupa og réðu betur við aðstæðurnar eins og þær voru í gær. Leikmyndin var þeim í hag og auðvitað var heitt sem er eitthvað sem eru vanari. Þetta spilaðist upp í hendurnar á þeim.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Í gær

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð