fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Þessi landsliðtreyja veitir engan afslátt: „Hannes er minn maður“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 22. júní 2018 12:20

Ólafur Guðlaugsson styður Hannes alla leið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bláa hafið er allsráðandi í Volgograd fyrir leik Nígeríu og Íslands. Ein helrauð markvarðatreyja stakk þó í stúf við aðrar og ekki síst fyrir áletrunina: „Messi 0, Hannes 1″. Eigandi treyjarinnar, Eyjamaðurinn Ólafur Guðlaugsson, var kátur í stuttu spjalli við blaðamann 433.is: „Ég fékk þessa rjúkandi úr prenti í gær,“ sagði Ólafur og staðfesti hið augljósa, að afrek Hannesar Halldórssonar er hann varði vítaspyrnuna gegn Messi yrði honum ofarlega í huga um ókomna tíð. „Hannes er minn maður. Marverðirnir eru vanmetnir. Ég kem frá Eyjum og við höfum átt frábæra markverði og kunnum að meta þá,“ sagði Ólafur og þuldi upp meistara eins Pál Pálmason, Friðrik Friðriksson og Birki Kristinsson.

Ólafur trúir því staðfestlega að gott gengi Íslands haldi áfram í mótinu. „Ég held að vinnum 2-1 í hörkuleik,“ sagði Ólafur. Hann sagðist hafa tilfinningu fyrir því að Gylfi Sigurðsson myndi opna markareikning sinn á HM og að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson myndi skora sigurmarkið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum