fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Kári: Líka á ykkur að mála ekki skrattann á vegginn

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. júní 2018 18:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason segir að íslensku strákarnir hafi verið klaufar í seinni hálfleik gegn Nígeríu á HM í dag.

Ísland tapaði 2-0 gegn Nígeríu í riðlakeppninni en bæði mörk þeirra komu í síðari hálfleik eftir flottan fyrri hálfleik okkar manna.

,,Stemningin í klefanum er ekki góð. Við erum ekki vanir því að tapa og það er alltaf súrt þegar það gerist en engu að síður þá vinnum við og töpum saman,“ sagði Kári.

,,Við erum ekki í neinum blamegame enda engin ástæða til þess. Við vorum ekki nægilega góðir í seinni hálfleik en vorum algjörlega með þá í fyrri, þeir áttu ekki skot á markið.“

,,Við fáum mark á okkur snemma í seinni, það er klaufalegt að fá á sig mark eftir set piece hjá okkur. Við eigum ekki að fá skyndisókn á okkur úr svona stöðu.“

,,Þetta riðlar leikskipulaginu og okkur finnst eins og við þurfum að sækja með fleiri mönnum þegar það er nóg eftir. Ef við hefðum haldið áfram eins og í fyrri hefðum við jafnað leikinn en við nýttum ekki færin í fyrri og það bítur okkur í rassgatið.“

,,Þetta er bara einn af þessum hlutum [vítaspyrna Gylfa]. Þetta féll ekki með okkur í dag. Við hefðum getað gert út um þetta í fyrri hálfleik.“

,,Við vorum hættulegir í hornum og svo framvegis en seinni boltinn dettur ekki fyrir okkur. Þeir voru góðir í sínum föstum leikatriðum og dekkuðu vel.“

,,Það er líka á ykkur að mála ekki skrattann á vegginn, það var margt gott í þessu. Fyrsta markið sem átti aldrei að gerast riðlar skipulaginu og endar á að kosta okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fögnuður Óskars í Noregi vekur mikla athygli – Af hverju var þetta lag undir?

Fögnuður Óskars í Noregi vekur mikla athygli – Af hverju var þetta lag undir?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leifur: „Það er yfirleitt talað um okkur eins og eitthvað fallbyssufóður“

Leifur: „Það er yfirleitt talað um okkur eins og eitthvað fallbyssufóður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir frá atviki á æfingu Vals – „Hvað er þetta?“

Segir frá atviki á æfingu Vals – „Hvað er þetta?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dregið í Bikarnum – Stórleikur á Hlíðarenda og ríkjandi meistarar fengu þægilegan drátt

Dregið í Bikarnum – Stórleikur á Hlíðarenda og ríkjandi meistarar fengu þægilegan drátt