433Sport

Ísland tapaði gegn Nígeríu

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. júní 2018 16:55

Nígería 2-0 Ísland
1-0 Ahmed Musa(48′)
2-0 Ahmed Musa(75′)

Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við tap gegn Nígeríu í dag er liðin áttust við í riðlakeppni HM.

Ísland átti fínan leik í fyrri hálfleik og var sterkari aðilinn en tókst þó ekki að skora og staðan markalaus eftir fyrstu 45.

Í síðari hálfleik tóku Nígeríumenn forystu er Ahmed Musa skoraði eftir aðeins þrjár mínútur eftir fína sókn.

Musa bætti svo við öðru marki á 75. mínútu leiksins en hann fór þá illa með vörn Íslands og setti boltann í netið.

Gylfi Þór Sigurðsson gat minnkað muninn úr vítaspyrnu á 83. mínútu eftir að brotið hafði verið á Alfreði Finnbogasyni.

Gylfi klikkaði hins vegar á punktinum og setti boltann yfir markið og tókst strákunum ekki að koma inn marki í 2-0 tapi.

HM 2018 á 433.is er í boði:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Dýrasta lið sögunnar – Nýr maður í markið

Dýrasta lið sögunnar – Nýr maður í markið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er þetta ástæðan á bakvið brottför Ronaldo?

Er þetta ástæðan á bakvið brottför Ronaldo?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Roma staðfestir brottför Alisson

Roma staðfestir brottför Alisson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan áfram þrátt fyrir tap í Eistlandi – Erfitt verkefni bíður

Stjarnan áfram þrátt fyrir tap í Eistlandi – Erfitt verkefni bíður
433Sport
Fyrir 3 dögum

Tveir vinir Pogba reyna að sannfæra hann um að snúa aftur

Tveir vinir Pogba reyna að sannfæra hann um að snúa aftur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Líf hans er eins og bíómynd eftir að hafa skrifað undir hjá stórliði

Líf hans er eins og bíómynd eftir að hafa skrifað undir hjá stórliði
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kallar eftir að búlgarski dómarinn verði handtekinn – ,,Bankabókin lítur út eins og símanúmer“

Kallar eftir að búlgarski dómarinn verði handtekinn – ,,Bankabókin lítur út eins og símanúmer“
433Sport
Fyrir 3 dögum

,,Flautusjúkur dómari fær falleinkunn“

,,Flautusjúkur dómari fær falleinkunn“