fbpx
433Sport

Við eigum bestu nágranna í heimi! Sjáðu fagnaðarlætin í Færeyjum eftir leik Íslands og Argentínu

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 09:23

Færeyingar fylgjast með HM 2018 á stórskjá í Þórshöfn.

Við búum langt norður í hafi, erum þannig séð einangruð og fámenn þjóð og veðrið á Íslandi er ekki alltaf gott. En það er eitt sem við getum huggað okkur við og það er sú staðreynd að við eigum bestu nágranna í heimi.

Færeyingar hafa alltaf staðið við bakið á Íslendingum og þeir standa svo sannarlega við bakið á strákunum okkar sem nú keppa á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Meðfylgjandi myndband var tekið undir lok leiks Íslands og Argentínu í miðbæ Þórshafnar. Fjöldi fólks safnaðist saman til að horfa á leikinn á risaskjá. Í brekkunni mátti sjá íslenska fánann og margir voru í treyjum íslenska landsliðsins. Það var augljóst að Færeyingar vildu íslenska liðinu allt það besta í baráttunni við argentínska risann.

Þegar flautað var til leiksloka og 1-1 jafntefli staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM braust út mikill fögnuður hjá færeyskum áhorfendum. Það var augljóst að þeir voru stoltir af frændþjóð sinni og nágrönnum.

Við getum líka verið stolt að eiga svo góða nágranna sem standa með okkur í blíðu og stríðu. Þetta skemmtilega myndband má sjá hér að neðan en undir lok myndbandsins má sjá gleðina hjá færeyskum áhorfendum þegar dómarinn flautaði til leiksloka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Eru of margar beinar útsendingar ástæða þess að fólk mætir mjög illa á Pepsi deildina?

Eru of margar beinar útsendingar ástæða þess að fólk mætir mjög illa á Pepsi deildina?
433Sport
Í gær

Jóhann Berg á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar um helgina

Jóhann Berg á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar um helgina
433Sport
Í gær

Fyrrum landsliðsmaður Englands lofsyngur Jóa Berg – ,,Sendi bakvörðinn á bekkinn“

Fyrrum landsliðsmaður Englands lofsyngur Jóa Berg – ,,Sendi bakvörðinn á bekkinn“
433Sport
Í gær

Taktu prófið: Hversu vel þekkir þú frægar kærustur knattspyrnumanna?

Taktu prófið: Hversu vel þekkir þú frægar kærustur knattspyrnumanna?
433Sport
Fyrir 4 dögum

Arnar Grétarsson er farið að klæja í puttana að þjálfa aftur – Á leið í UEFA Pro Licence

Arnar Grétarsson er farið að klæja í puttana að þjálfa aftur – Á leið í UEFA Pro Licence
433Sport
Fyrir 4 dögum

KSÍ eignast húh-ið – Hvað verður um Hugleik?

KSÍ eignast húh-ið – Hvað verður um Hugleik?