433Sport

Þjálfari Króata staðfestir að hann ætli að hvíla leikmenn gegn Íslandi

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 20:50

Króatía mun hvíla nokkra af sínum bestu leikmönnum í lokaleiknum gegn Íslandi í riðlakeppni HM.

Þetta staðfsti Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króata, eftir sigur liðsins á Argentínu í kvöld.

Króatar eru komnir áfram í 16-liða úrslit keppninnar eftir frábæran 3-0 sigur á Argentínu.

Ísland á tvo leiki til góða og mætir Nígeríu á morgun en svo Króatíu í lokaleiknum þar sem toppsætið gæti verið í boði.

Dalic hefur þó staðfest það að einhverjir leikmenn fái hvíld sem eru góðar fréttir fyrir okkar menn.

Luka Modric, Ivan Rakitic og Mario Mandzukic spiluðu allir í kvöld en gætu fengið hvíld fyrir 16-liða úrslitin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kolbeinn minnti á sig í kvöld – Skoraði sitt fyrsta mark í yfir tvö ár

Kolbeinn minnti á sig í kvöld – Skoraði sitt fyrsta mark í yfir tvö ár
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu frábært aukaspyrnumark Ara í kvöld

Sjáðu frábært aukaspyrnumark Ara í kvöld