433Sport

Þeir sem fara til Rússlands mega alls ekki týna þessu korti

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 09:41

„Við höfum heyrt af mörgum sem hafa lent í vandræðum eftir að hafa týnt skráningarkortinu (migration card) sem maður fær við komuna til Rússlands,“ segir í Facebook-færslu frá embætti ríkislögreglustjóra.

Um er að ræða kort (sjá mynd neðst) sem allir fá við komuna til landsins, hvort sem ferðast er á Fan-ID eða vegabréfsáritun. Mjög mikilvægt er að passa upp á kortið og geyma það með vegabréfinu, að sögn ríkislögreglustjóra.

„Það þarf að framvísa þessu korti í vegabréfaakoðun þegar landið er yfirgefið. Ef ekki er hægt að framvísa því við brottför getur það leitt til sektar. Þá krefjast hótelin þess einnig að þessu sé framvísað við innritun.“

Ef kortið týnist þarf að fara á næstu lögreglustöð og óska eftir nýju. „Það er ferlegt vesen að standa í því og þessvegna brýnum við fyrir öllum að passa vel uppá þetta.“

Í Facebook-færslu sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í morgun kemur fram að fimm lögreglumenn séu í Rússlandi vegna HM til að tryggja öryggi íslenskra áhorfenda sem ætla að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu. Bendir lögreglan á að margar gagnlegar upplýsingar megi finna á Facebook-síðu embættis ríkislögreglustjóra, til dæmis um mikilvægi þess að ferðalangar séu með öll skjöl og alla pappíra í lagi.

 

HM 2018 á 433.is er í boði:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svona leit lið Real út áður en Ronaldo kom – Veist þú hver hann er?

Svona leit lið Real út áður en Ronaldo kom – Veist þú hver hann er?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Spilaði sinn fyrsta leik í tæp tvö ár – ,,Byrjaður að gera það sem ég elska mest“

Spilaði sinn fyrsta leik í tæp tvö ár – ,,Byrjaður að gera það sem ég elska mest“
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Liverpool elskar Heimi – ,,Auðmjúkur og skemmtilegur“

Fyrrum leikmaður Liverpool elskar Heimi – ,,Auðmjúkur og skemmtilegur“
433Sport
Í gær

Gylfi sendi Heimi fallega kveðju – ,,Minningar sem við munum aldrei gleyma“

Gylfi sendi Heimi fallega kveðju – ,,Minningar sem við munum aldrei gleyma“
433Sport
Í gær

Heimir útskýrir af hverju hann hætti með landsliðið – ,,Hljómar eins og besta starf í heimi“

Heimir útskýrir af hverju hann hætti með landsliðið – ,,Hljómar eins og besta starf í heimi“
433Sport
Í gær

Heimir: Ég vil skilja í eins mikilli sátt og hægt er

Heimir: Ég vil skilja í eins mikilli sátt og hægt er
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rooney þurfti að velja á milli Messi og Ronaldo – Kemur svarið á óvart?

Rooney þurfti að velja á milli Messi og Ronaldo – Kemur svarið á óvart?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Plús og mínus – Mun hann gera gæfumuninn?

Plús og mínus – Mun hann gera gæfumuninn?