Mánudagur 17.desember 2018
433Sport

Aron lofsyngur sjúkrateymi landsliðsins – ,,Ég varð 100 prósent í gær“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 11:16

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Volgograd:

,,Mér líður vel, það tekur tíma að ná sér 100 prósent,“ sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands um ástand sitt í dag.

Aron var í meiðslum fyrir HM í Rússlandi en tókst að ná fyrsta leiknum þar sem hann lék 75 mínútur gegn Argentínu.

Eftir talsverða fjarveru og lítið af æfingum tekur það á líkamann. ,,Ég varð 100 prósent í gær, ég fann það. Mér leið vel á æfingu í dag og er búinn að safna þessari orku sem þurfti.

,,Það tekur á að hafa ekki spilað fótboltaleik lengi, tek nokkrar æfingar fyrir mót og svo í 75 mínútur. Að finna ekki fyrir því væri vitleysa.“

Aron lofsyngur sjúkrateymi liðsins. ,,Ég verð að hrósa starfsfólki okkar, sjúkrateymið er búið að vinna eins og brjálæðingar. Þeir vinna til miðnættis þegar þess þarf, við erum á fullu að ná okkur til baka. Mér sýnist menn vera klárir í morgundaginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Elmar ræðir leikinn sem enginn vill muna eftir: Ég hef aldrei upplifað þetta áður

Elmar ræðir leikinn sem enginn vill muna eftir: Ég hef aldrei upplifað þetta áður
433Sport
Í gær

Skipað að hafa kveikt á símanum – Svarar aldrei og er í veseni

Skipað að hafa kveikt á símanum – Svarar aldrei og er í veseni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Theodór Elmar staðfestir viðræður við tvö lið

Theodór Elmar staðfestir viðræður við tvö lið
433Sport
Fyrir 3 dögum

Réðst á liðsfélaga sinn með golfkylfu: Hann hefði átt að hugsa sig tvisvar um

Réðst á liðsfélaga sinn með golfkylfu: Hann hefði átt að hugsa sig tvisvar um
433Sport
Fyrir 3 dögum

Stjörnur Liverpool í erfiðleikum gegn United – Tölfræðin athyglisverð

Stjörnur Liverpool í erfiðleikum gegn United – Tölfræðin athyglisverð
433Sport
Fyrir 3 dögum

Lineker vill breyta leikreglunum: Hver er tilgangurinn með þessu?

Lineker vill breyta leikreglunum: Hver er tilgangurinn með þessu?