fbpx
433Sport

Aron lofsyngur sjúkrateymi landsliðsins – ,,Ég varð 100 prósent í gær“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 11:16

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Volgograd:

,,Mér líður vel, það tekur tíma að ná sér 100 prósent,“ sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands um ástand sitt í dag.

Aron var í meiðslum fyrir HM í Rússlandi en tókst að ná fyrsta leiknum þar sem hann lék 75 mínútur gegn Argentínu.

Eftir talsverða fjarveru og lítið af æfingum tekur það á líkamann. ,,Ég varð 100 prósent í gær, ég fann það. Mér leið vel á æfingu í dag og er búinn að safna þessari orku sem þurfti.

,,Það tekur á að hafa ekki spilað fótboltaleik lengi, tek nokkrar æfingar fyrir mót og svo í 75 mínútur. Að finna ekki fyrir því væri vitleysa.“

Aron lofsyngur sjúkrateymi liðsins. ,,Ég verð að hrósa starfsfólki okkar, sjúkrateymið er búið að vinna eins og brjálæðingar. Þeir vinna til miðnættis þegar þess þarf, við erum á fullu að ná okkur til baka. Mér sýnist menn vera klárir í morgundaginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Eru of margar beinar útsendingar ástæða þess að fólk mætir mjög illa á Pepsi deildina?

Eru of margar beinar útsendingar ástæða þess að fólk mætir mjög illa á Pepsi deildina?
433Sport
Í gær

Jóhann Berg á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar um helgina

Jóhann Berg á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar um helgina
433Sport
Í gær

Fyrrum landsliðsmaður Englands lofsyngur Jóa Berg – ,,Sendi bakvörðinn á bekkinn“

Fyrrum landsliðsmaður Englands lofsyngur Jóa Berg – ,,Sendi bakvörðinn á bekkinn“
433Sport
Í gær

Taktu prófið: Hversu vel þekkir þú frægar kærustur knattspyrnumanna?

Taktu prófið: Hversu vel þekkir þú frægar kærustur knattspyrnumanna?
433Sport
Fyrir 4 dögum

Arnar Grétarsson er farið að klæja í puttana að þjálfa aftur – Á leið í UEFA Pro Licence

Arnar Grétarsson er farið að klæja í puttana að þjálfa aftur – Á leið í UEFA Pro Licence
433Sport
Fyrir 4 dögum

KSÍ eignast húh-ið – Hvað verður um Hugleik?

KSÍ eignast húh-ið – Hvað verður um Hugleik?