fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Þýskur blaðamaður orðlaus yfir strákunum utan vallar: Segir þá vera heimsmeistara á mikilvægasta sviðinu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski blaðamaðurinn Daniel Schuler er hálf orðlaus yfir íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Þó að frammistaða íslenska landsliðsins á vellinum heilli hann eflaust er það frammistaða liðsins utan vallar sem heillar hann jafnvel enn meira.

Eins og við greindum frá á dögunum sendu strákarnir nígeríska markverðinum Carl Ikeme falleg skilaboð í vikunni. Ikeme, sem er 32 ára markvörður Wolves á Englandi, greindist með krabbamein á síðasta ári og háir nú sína erfiðustu baráttu til þessa.

Jón Daði Böðvarsson lék með Ikeme hjá Wolves á sínum tíma og ef  markvörðurinn hefði verið heill heilsu hefði hann að öllum líkindum verið í hópi Nígeríumanna sem mætir Íslandi á föstudag. Frá árinu 2015 hefur hann leikið 10 landsleiki og staðið sig vel.

Jón Daði birti mynd á Twitter þar sem sjá má leikmenn íslenska liðsins halda á íslensku landsliðstreyjunni með nafni Ikeme. Allt landsliðið var með á myndinni en með henni vildu þeir sýna Ikeme stuðning og minna á að lífið er ekki bara fótbolti þar sem allt snýst um að vinna. „Við erum allir með þér, Ikeme,“ sögðu strákarnir.

Þetta fallega hugarfar strákanna hefur ekki farið framhjá mörgum og hrósar fyrrnefndur Daniel Schuler strákunum í hástert – segir þá vera heimsmeistara í að sýna samkennd, sem færa má rök fyrir að sé einn mikilvægasti þáttur mannlegrar tilveru; að geta stutt við bakið á náunganum á erfiðum stundum, bjóða fram aðstoð og vera til staðar.

Schuler nefnir myndina og veikindi Ikeme og segir: „Heimsmeistarar í samkennd, Ísland – engin spurning.“

Það er því ekki bara árangur Íslands innan vallar sem vekur athygli heimspressunnar, heldur ekki síður hugarfar þeirra og hegðun utan vallar sem vekur jákvæða athygli. Því ber að fagna.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði