Mánudagur 17.desember 2018
433Sport

Leikmaður Chelsea segir að leikurinn við Ísland verði erfiðari en leikurinn við Argentínu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 12:30

Victor Moses, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og nígeríska landsliðsins, á von á afar erfiðum leik gegn Íslandi í Volgograd á föstudag. Hann á jafnvel von á því að erfiðara verði að vinna Ísland en Lionel Messi og félaga í argentínska landsliðiinu.

Nígeríumenn eru með bakið upp við vegg í riðlinum og mega ekki tapa gegn Ísland. Þeir töpuðu gegn Króötum í sínum fyrsta leik á mótinu og verða í raun að vinna Ísland.

„Algjóslega verður leikurinn gegn Íslandi ekki auðveldur. Ísland er með mjög gott lið, taktískt séð. Þeir spiluðu vel gegn Argentínu,“ sagði Moses við fréttamenn í morgun.

„Ef ég á að tala fyrir mig þá verður leikurinn við Ísland erfiðari en leikurinn gegn Argentínu,“ bætti Moses við en hann hefur aldrei mætt Argentínu í landsleik. Hann var á bekknum þegar þjóðirnar mættust árið 2014 og var fjarri góðu gamin þegar Nígería vann Argentínu í vináttuleik, 4-2, fyrir áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Elmar ræðir leikinn sem enginn vill muna eftir: Ég hef aldrei upplifað þetta áður

Elmar ræðir leikinn sem enginn vill muna eftir: Ég hef aldrei upplifað þetta áður
433Sport
Í gær

Skipað að hafa kveikt á símanum – Svarar aldrei og er í veseni

Skipað að hafa kveikt á símanum – Svarar aldrei og er í veseni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Theodór Elmar staðfestir viðræður við tvö lið

Theodór Elmar staðfestir viðræður við tvö lið
433Sport
Fyrir 3 dögum

Réðst á liðsfélaga sinn með golfkylfu: Hann hefði átt að hugsa sig tvisvar um

Réðst á liðsfélaga sinn með golfkylfu: Hann hefði átt að hugsa sig tvisvar um
433Sport
Fyrir 3 dögum

Stjörnur Liverpool í erfiðleikum gegn United – Tölfræðin athyglisverð

Stjörnur Liverpool í erfiðleikum gegn United – Tölfræðin athyglisverð
433Sport
Fyrir 3 dögum

Lineker vill breyta leikreglunum: Hver er tilgangurinn með þessu?

Lineker vill breyta leikreglunum: Hver er tilgangurinn með þessu?