fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Hannes um hugsanlega bíómynd um ævi hans: „Þetta er auðvitað ótrúlegt hvernig þetta hefur þróast“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Kabardinka í morgun þar sem hann var spurður um ýmis atriði.

Óhætt er að segja að Hannes hafi átt býsna skrautlegan feril og árið 2003 var ekki margt sem benti til þess að hann ætti eftir fara fyrir þjóð sinni á heimsmeistaramóti, vera valinn maður leiksins í fyrsta leik og verja vítaspyrnu frá einum besta knattspyrnumanni sögunnar. Árið 2003 var Hannes á mála hjá uppeldisfélagi sínu, Leikni í Breiðholti, sem þá lék í 2. deildinni. Hannes var ekki fastamaður í liðinu en spilaði þó einn leik þar sem hann gerði slæm mistök.

Hannes, sem er kvikmyndagerðarmaður, var spurður að því hvort hann hafi einhverntíma leitt hugann að því að saga hans væri efniviður í góða kvikmynd og þá hver myndi hugsanlega leika hann.

„Ég hef verið spurður að þessu nokkrum sinnum, hvort það eigi að gera bíómynd og hvort ég geri hana sjálfur. Ég veit það ekki. Þetta er auðvitað ótrúlegt hvernig þetta hefur þróast, ég var ekki einu sinni að spila hjá Leikni árið 2003 þó ég hafi spilað einn frægan leik. Þetta er auðvitað löng leið að vera kominn hingað og eitthvað sem ég er stoltur af. Bíómyndapælingar, það verður bara að koma í ljós en það verður einhver annar að taka þann slag. Ég held að ég ætli ekki að fara skrifa bíómynd um sjálfan mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert