fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Alfreð um líklega fjarveru Jóhanns í næsta leik – ,,Mikill skellur ef við missum hann“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi.

Alfreð Finnbogason framherji Íslands vonast eftir því að íslenska landsliðið geti fyllt í skó Jóhanns Berg Guðmundssonar.

Afar litlar líkur eru á því að Jóhann geti spilað gegn Nígeríu vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Argentínu.

Íslenski hópurinn vill þó ekki staðfesta að Jóhann verði fjarverandi og kemur það í ljós á morgun.

,,Það er mikill skellur ef við erum að missa mann sem hefur verið fastamaður í 5-6 ár í landsliðinu,“ sagði Alfreð Finnbogason um góðan vin sinn.

,,Við vitum hvað hann getur og hann er að koma úr frábæru tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur unnið óeigingjarnt starf ryrir landsliðið, stundum sem vængbakvörður og stundum sem kantmaður.“

,,Það kemur maður inn og fær tækifærið og það er vonandi að sá sem kemur inn stígi vel í hans fótsport. Við höfum sýnt það síðustu ár að við erum að breikka hópinn, við getum vonandi leyst hann af hólmi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Frank Lampard hafnaði áhugaverðu starfi eftir viðræður

Frank Lampard hafnaði áhugaverðu starfi eftir viðræður
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann