fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
433Sport

Íslenskir stuðningsmenn gerðu allt vitlaust í Moskvu og brutu gólf á hóteli – „Aumingja starfsfólkið“ | Myndband

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. júní 2018 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ákveðin þjóðhátíðarstemning hafi ríkt hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins undanfarna daga. Meðfylgjandi myndskeið sýnir einmitt íslenska stuðningsmenn sem gengu kannski aðeins og langt í gleðinni í Moskvu á sjálfan þjóðhátíðardaginn.

Það var mexíkóski blaðamaðurinn Rodolfo Landeros sem birti myndskeiðið á Twitter-síðu sinni. Rodolfo er fréttamaður hjá Fox og eru fylgjendur hans á Twitter 185 þúsund. Það hafa því býsna margir séð myndbandið. Hann var staddur á hóteli í Moskvu daginn eftir leik Íslands og Argentínu þar sem fyrir voru stuðningsmenn Íslands og Mexíkó.

 

Gleðin var við völd og af myndbandinu að dæma datt einum íslenskum stuðningsmanni það snjallræði í hug að taka víkingaklappið með Mexíkóunum. Í stað þess að nota trommu, eða eitthvað annað, þá notaði hann stól sem hann sló nokkuð harkalega í gólfið. Á myndbandinu sést starfsmaður hótelsins ganga upp að honum og segja: „Excuse Me“ en stuðningsmaðurinn heldur áfram og klárar dagskrána, ef svo má segja.

Rodolfo birtir svo mynd af gólfinu eftir á og af henni að dæma urðu talsverðar skemmdir á gólfinu.

Í umræðum undir myndbandinu og myndinni segja fylgjendur Rodolfo að það sé gaman að sjá samstöðuna milli stuðningsmanna Íslands og Mexíkó „en aumingja starfsfólk hótelsins. Maður getur séð að þeim líður ekki vel í þessum aðstæðum.“

Rodolfo er síðan spurður hver hafi þurft að borga fyrir skemmdirnar. Rodolfo svarar að bragði:  „Íslendingurinn þurfti að borga fyrir gólfið.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Danski brjálæðingurinn fékk kast á æfingu og Ronaldo missti tönn

Danski brjálæðingurinn fékk kast á æfingu og Ronaldo missti tönn
433Sport
Í gær

Umdeildasta atvik í sögu VAR? – Þetta gerðist á Ítalíu í dag

Umdeildasta atvik í sögu VAR? – Þetta gerðist á Ítalíu í dag
433Sport
Í gær

Reyndu að gera lítið úr einstöku afreki Arnars: ,,Nei, þetta var frábær árangur og ég er stoltur af honum“

Reyndu að gera lítið úr einstöku afreki Arnars: ,,Nei, þetta var frábær árangur og ég er stoltur af honum“
433Sport
Í gær

Segir Bale að sýna virðingu – Hefur ekki gert þetta í sex ár

Segir Bale að sýna virðingu – Hefur ekki gert þetta í sex ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum framkvæmdarstjóri KSÍ gagnrýnir Söru Björk: ,,Helst var það óhróður gagnvart Geir“

Fyrrum framkvæmdarstjóri KSÍ gagnrýnir Söru Björk: ,,Helst var það óhróður gagnvart Geir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var einn efnilegasti leikmaður Englands en segist vera fórnarlamb: ,,Getið ímyndað ykkur hvað hefði gerst“

Var einn efnilegasti leikmaður Englands en segist vera fórnarlamb: ,,Getið ímyndað ykkur hvað hefði gerst“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Victor fékk refsingu fyrir að brjóta á Rúrik

Guðlaugur Victor fékk refsingu fyrir að brjóta á Rúrik
433Sport
Fyrir 3 dögum

90 mínútur með Arnari Gunnlaugssyni: Tvíburi, barnastjarna, mögnuð afrek og hroki

90 mínútur með Arnari Gunnlaugssyni: Tvíburi, barnastjarna, mögnuð afrek og hroki